Your site
21. janúar, 2025 08:24

Um það að kenna fullorðnum

Velkomin á vefnámskeið fyrir fólk sem kennir fullorðnum á ólíkum stöðum í samfélaginu. Þetta námskeið er fyrir þig ef þú kennir eða hyggst kenna samstarfsfólki á vinnustaðnum, í símenntunarmiðstöð, í skóla, í félagasamtökum eða öðru samhengi þar sem fullorðnir koma saman til að læra.

Á þessu námskeiði kynnist þú helstu hugmyndum um það sem er sérstakt við það að kenna fullorðnum. Þegar maður hefur tekið að sér að kenna samstarfsfólki á vinnustað, eða tekið að sér námskeið á símenntunarmiðstöð eða annarri fræðslu eða skólastofnun er gagnlegt að gera sér vel grein fyrir því sem er sérstakt þegar maður ætlar að vinna með fullorðnu fólki sem ætlar að læra saman.

Námskeiðið inniheldur 14 kafla, sem þú getur tekið í þeirri röð sem þú vilt. Það inniheldur lesefni, myndskeið og verkefni.

Smelltu á fyrirsagnir kaflana í efnisyfirlitinu hér fyrir neðan til að byrja að lesa og hlusta:

Þessi síða er fyrsti kaflinn: „Um það að kenna fullorðnum“ næst kemur 2. „Það eru forréttindi…“ og svo koll af kolli

Smelltu hér til að sækja allan texta námskeiðsins í einu PDF hefti

Efnisyfirlit:

  1. Um það að kenna fullorðnum
  2. Það eru forréttindi að kenna fullorðnum
  3. Í sporum nemenda þinna
  4. Hvað vitum við um fullorðna námsmenn?
  5. Andragogy: Þekkt „kenning“ um sérstöðu fullorðinna námsmanna
  6. Þrjú sjónarhorn á sérstöðu fullorðinna námsmanna
  7. Hvað geta rannsóknir á þátttöku fólks í námi sagt okkur um fullorðna námsmenn?
  8. Nám fullorðinna í nútímanum
  9. Málið er að stuðla að NÁMI
  10. Fjórar tegundir náms
  11. Hvað læra fullorðnir?
  12. Hvernig lærir fólk?
  13. Út fyrir þægindarammann
  14. Sjálfsmyndin og þú

Sjá einnig:

Skildu eftir svar