Ráðstefna um tækni í námi og kennslu
sep 15 2012 in Fréttir, Ráðstefnur by Hróbjartur Árnason
Upplýsingatæknin er allt í kringum okkur. Við höfum hana í vasanum, við eyrað, og mörg sitjum við skjái stóran hluta dagsins og með iPaddinn í fanginu á kvöldin…. Samt vantar enn dálítið uppá að við getum nýtt hana til fulls í kennslu og við skipulagningu náms fyrir fullorðna.
Á ráðstefnu um notkun upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu er hugmyndin:
- að miðla góðum hugmyndum og sögum af velheppnuðum dæmum um notkun upplýsingatækni til að styðja við nám fullorðinna og
- að gefa þátttakendum tækifæri til að læra nýjar aðferðir eða tileinka sér nýja tækni með því að prófa sjálfir og
- að miðla nýjustu þekkingu og kenningum varðandi notkun upplýsingatækni við nám og kennslu.
- notkun spjaldtölva við nám og kennslu og
- félagslegt nám í óformlegum námshópum á netinu
- Alastair Creelman (sem kennir við háskólann í Linnaeus í Svíþjóð) er einn aðalræðumanna ráðstefnunnar. Hann svarar spurningum eins og: Hvers vegna nýta upplýsingatækni til að styðja við nám og eru til raunveruleg dæmi um að notkun hennar hafi breytt einhverju… og ef svo, þá hverju?
- Etienne og Beverly Wenger-Trayner munu halda sameiginlega hitt aðalerindi ráðstefnunnar. Það verður á aðeins fræðilegri nótum, þar sem þau ræða hvernig kennari mótar félagsleg samskipti í hópi nemenda og getur nýtt upplýsingatækni eins og félagsmiðla til þess að nemendur fái enn meira út úr sameiginlegri vinnu sinni á námskeiði en ella.
ATH!!!
Fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta á staðinn bjóðum við upp á aðalfyrirlestrana í vefstofu sem hefst kl. 10:20. Þátttaka í henni er ókeypis, en þeir sem hafa hug á að vera með er beðnir um að skrá sig hér og fá senda slóð á vefstofuna miðvikudaginn 3. október.
Leave a reply
You must be logged in to post a comment.