Your site
21. apríl, 2019 23:03

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum

Námskeiðið „Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum“ er skemmtilegt og markvisst námskeið þar sem þátttakendur auka færni sína í að sinna helstu þáttum þess að undirbúa, skipuleggja, og útfæra hvers kyns námstilboð fyrir fullorðna: Námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, fundi, jafningjafræðslu og sjálfsnámsferli svo eitthvað sé nefnt.

Námskeiðslýsing

Námskeiðsvefir

Á þessari síðu finnur þú upplýsingar um námskeiðið.

Þessi síða er í vinnslu vegna vorsins 2018, fylgstu með!

Námskeiðsvefur |  Lýsing á námskeiðinu | Bókalisti |  Ítarefni  | Facebook hópur namskeiðsins

Staðlotur verða tvær, þar sem nemendur og kennarar hittast
tvisvar sinnum heilan dag, kl 9-16:00 Sjá í UGLU

Á milli staðlotanna er boðið upp á vikulega fundi í 1 ½ tíma hvert sinn. Fundirnir fara fram í kennslustofu í Stakkahlíð (líka í stofu H-001) og jafnframt í gegnum fjarfundakerfi.

Námsfyrirkomulag og þemu

Viðfangsefnin “Skipulagning fræðslu”  og “Framkvæmd fræðslu” snúast annars vegar um að hanna og skipuleggja alls konar ferli sem eiga að stuðla að námi og hins vegar um að leiða þessi ferli á farsælan hátt, eða þannig að þátttakendur læri (þetta mætti kalla kennslu).

Ferlið sem við munum fara saman í gegnum saman stendur af alls konar fundum (staðlotum, veffundum og vefstofumverkefnum og umræðum (á vef og þegar við hittumst). Á staðlotunni munum við semja endanlega um fyrikomulagið.

Hér fyrir neðan eru færslur á þessum vef sérstaklega merktar námskeiðinu. Sumt á við þegar námskeiðið var haldið seinast en sumt er svo til tímalaust námsefni…


 

Hvað er svona merkilegt… (Fyrirlestur Hróbjarts fyrir nemendur í kennslufræði framhaldsskóla)

Hróbjartur Árnason : 22. nóvember, 2017 14:29 : FNA, Námsefni, SFFF
- Er eitthvað sérstakt við það að vera fullorðinn námsmaður?? - Þurfa fullorðnir öðruvísi kennslu en börn og unglingar? - Hvað er svona merkilegt við það að vera fullorðinn...? (Smelltu á tenglilinn til að lesa grein eftir Hróbjart) Fólk þarf alltaf að læra nýja hluti… alla ævi. Það þarf að takast á við verkefni sem more »

Umræðu- og spurnaraðferð

Þórgunnur Stefánsdóttir : 17. mars, 2016 15:41 : Aðferð, SFFF, Verkefni
Aðferð: Spurnaraðferðir Flokkur: Umræðu- og spurnaraðferðir https://notendur.hi.is/ingvars/kennsluadferdir/spurnaradferdir.htm Tilgangur við kennslu: Skapa námsandrúmsloft (upphaf) Vekja áhuga Miðla upplýsingum – kenna nýja þekkingu eða færni Úrvinnsla námsefnis Upprifjun og minnisþjálfun Efla leikni Tilbreyting Heimfæra að þekktum aðstæðum og laga að raunaðstæðum Kanna þekkingu Auka virkni nemenda Auka samræðu   Virkni nemenda   Nauðsynleg hjálpargögn og tæki   more »

Hlutverk fullorðinsfræðara i samfélaginu

Hróbjartur Árnason : 24. febrúar, 2016 14:38 : Blogg, SFFF
Þegar við hugsum um skipulagningu náms fyrir aðra þá spáum við gjarnan í ferlið sem fer af stað þegar við höfum ákveðið að það sé þörf fyrir ákeðið námsferli fyrir tiltekinn hóp. Það kemur í ljós að hópur starfsmanna muni þurfa að breyta vinnulagi sínu vegna breytinga eða nýunga í tölvukerfi, lagaumhverfi eða markmiðum stofnunarinnar. Aukn more »

Námskeiðsmappa

Hróbjartur Árnason : 16. febrúar, 2016 10:25 : Námsefni, SFFF
Ímyndaðu þér að eiga á einum stað – uppi í hillu – möppu með öllu sem þú þarft til að halda námskeið sem þú hefur einhverntíman haldið, ásamt öllu því sem þú hefur lært á því að halda námskeiðið. Skipulagið, þátttakendalista, allt kennsluefnið, glærur og annað efni sem þú ljósritar og dreifir til þátttakenda, námskeiðsmat, more »

Í upphafi skyldi upphafið skoða

Hróbjartur Árnason : 11. febrúar, 2016 15:49 : Námsefni, SFFF
Upphafið er sérstakur tími… Fyrstu skrefin, byrjun bókar, fyrstu kynnin, fyrstu mínúturnar í kvikmynd, eða upphaf námskeiðs… Orðatiltækin gefa okkur þetta skýrt til kynna: „Lengi lifir af fyrstu gerð“. „Gott upphaf fær góðan endi“ og fleiri. Málinu er líkt farið um alls konar atburði þar sem fólk kemur saman eins og námsferli alls konar. Upphaf náms, námskeiðs eða hvers konar námsferlis með more »

Fjórar tegundir náms

Hróbjartur Árnason : 18. janúar, 2016 15:31 : FNA, Námsefni, SFFF
Það eru til margar leiðir til að skoða nám og flokka það. Ein leið sem mér finnst sérlega gagnleg var upprunalega sett fram af Piaget. Ég rakst á hana í bók eftir Knud lleris, en þar byggir habnn á túlkun Nissin á Piaget. Hér á eftir er stutt umorðun mín á aðalatriðunum úr þessum kafla: more »

Nám er félagslegt!

Hróbjartur Árnason : 6. nóvember, 2015 09:59 : Atburðir, Ráðstefnur, SFFF
DISTANS – netið (tengsla- og verkefnanet á vegum norræna tengslanetsins um fullorðinsfræðslu NVL) heldur upp á 10 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni af því horfum við um öxl og fram á veg og skoðum nokkur miðlæg þemu í vinnu okkar undanfarin ár. DISTANS hefur notað ýmsar aðferðir til að skoða nám fullorðinna og more »

Ég fæ gæsahúð…

Hróbjartur Árnason : 3. maí, 2015 21:46 : SFFF
Um daginn datt ég niður á þett kynningarmyndband fyrir hebreskukennslu… ég var að leita að hebreskukennara mínum frá gamalli tíð, og sá að hun er farin að kenna á netinu (eins og ég 😉 ). Það eru alltaf einhverjir sem sækja námskeið við námsleiðina sem kenna útlendingum íslensku, og eitt lykilorðið í umræðunni er að more »

Skipulagning náms… að púsla saman “verkfærum”

Hróbjartur Árnason : 23. mars, 2015 21:36 : Námsefni, SFFF
Verkfæri Kennari, eða hver sá sem skipuleggur nám fyrir aða hefur ótal „verkfæri“ (eða kennsluaðferðir, miðlar, kennsluefni, samveruform o.s.frv.) úr að velja til að hjálpa nemendum að ná markmiðum námsferlis sem hann eða hún er að skipuleggja. Verkefni folks sem skipuleggur nám fyrir aðra er meðal annars að velja saman slík „verkfæri“ þannig að þau stuðli að námi more »

Virkjum þátttakendurna

Hróbjartur Árnason : 6. mars, 2015 19:11 : Námsefni, SFFF
Þátttakendur á námskeiðum eru í flestum tilfellum komnir á námskeiðið til þess að læra. Þeir eiga von á nýjum rannsóknarniðusrstöðum, kenningum, hugmyndum og aðferðum svo eitthvað sé nefnt. Þeir vilja gjarnan læra eitthvað nýtt, ná valdi á gagnlegum hugmyndum og aðferðum til þess að geta betur ráðið við verkefni sín, ný eða gömul. Þetta má more »

Hlutverk og gagn félagsmiðla í starfi starfsmenntakennara

Hróbjartur Árnason : 14. febrúar, 2014 12:44 : Námsefni, SFFF
Erindi sem ég er að halda í dag á ráðstefnu Iðnmenntar: Hlutverk og gagn félagsmiðla í starfi starfsmenntakennara from hrobjartur Lestu bloggfærslu frá því ég var hjá MK með verkstæði um svipað efni:

Um það hvernig áhugi styður við nám

Hróbjartur Árnason : 6. nóvember, 2013 21:47 : FNA, SFFF
How the Power of Interest Drives Learning | MindShift http://blogs.kqed.org/mindshift/2013/11/how-the-power-of-interest-drives-learning/ Hvað vkur áhuga þinn á námsefni?

Um notkun félagsmiðla í kennslu

Hróbjartur Árnason : 2. október, 2013 00:17 : Fréttir, Námskeið, SFFF
Í dag átti ég ánægjulega stund með kennurum við Menntaskólann í Kópavogi. Ég leiddi þar verkstæði um notkun félagsmiðla í kennslu. Við byrjuðum á því að ræða saman um það hvers vegna þau eru framhaldskólakennarar. Þau gáfu margar góðar ástæður fyrir því, við notuðum aðferð sem er gjarnan kölluð 1, 2 og allir. Niðurstöðuna settum more »

Námskeið, námskeið, námskeið

Hróbjartur Árnason : 27. maí, 2013 11:27 : Fréttir, SFFF
“Getum við ekki fengið námskeið til að leysa það?” Spurði deildarstjórinn þegar hún var að fara yfir niðurstöður nýjustu þjónustukönnunarinnar. Okkar ósjálfráðu viðbrögð þegar við uppgötvum þörf fyrir breytingar er að fá einhvern til að útbúa námskeið fyrir það. Við kollum á sérfræðing til að lesa yfir hausamótum samstarfsfólks okkar eða “markhópsins” og væntum þess more »

Miðlunaraðferðin: Svo þeir sem málið snertir láti sig það varða

Hróbjartur Árnason : 14. apríl, 2013 10:28 : SFFF
Þegar við vinnum með fólki í hópum í tengslum við nám, breytingar, lausn vanda og stefnumótun brennur það gjarnan við að árangurinn lætur á sér standa. Fólkið sem tók þátt í fundinum eða námskeiðinu finnur sig ekki endilega knúið til að fara eftir ákvörðunum fundarins, eða nýta sér það sem það lærði á námskeiðinu. Margir more »

Skipulagning kennslu

Hróbjartur Árnason : 9. apríl, 2013 12:07 : SFFF
Þegar kemur að því að skipuleggja kennsluna á námskeiði eru til ýmsar hugmyndir sem geta hjálpað og ýmis verkfæri. Tvent ætla ég að nefna hér: Hugmyndin um samlokuna Skipulagningareyðublað Þetta tvent eru atriði sem mér hefur fundist muna mikið um. Samlokan Þegar maður skipuleggur kennslu fyrir hóp er gagnlegt setja sig í spor nemandans og more »

Skipulagning náms

Hróbjartur Árnason : 2. febrúar, 2013 17:05 : SFFF
Skipulagning náms er ákaflega spennandi verkefni og er í mörg horn að líta. Það eru til margar leiðir til þess að standa að skipulagniingu og að setja skipulagningarferlið fram. Sumir vilja hafa stjórn á öllu, sjá allt fyrir og setja þannig upp nokkurskonar flæðirit sem eiga að taka tillit til alls sem gæti komið upp more »

Um markmið kennslu

Hróbjartur Árnason : 2. febrúar, 2013 15:46 : SFFF
“Ef þú veist ekki hvert þú ætlar, endar þú örugglega einhversstaðar annarsstaðar” sagði einhver… Margt er til í því.  Eitt er víst að þegar við skipuleggjum nám, námskeið eða námsskrá eru meiri líkur á árangri ef við höfum skýrar hugmyndir um það hvað þátttakendur muni fá út úr þátttöku sinni.  Annað er að skýrar hugmyndir more »

“Transfer”

Hróbjartur Árnason : 20. janúar, 2013 17:57 : Námsefni, SFFF
Fyrirtæki senda fólk gjarnan á námskeið, þegar þarf að breyta einhverju eða laga. Þegar ný tækni eða nýjar aðferðir eru innleiddar þá þykja námskeið vera leiðin til að ná fram æskilegum breytingum í viðhorfum starfsmanna og hegðun. Samt lætur árangurinn oft á sér standa! Ég hef hitt fólk sem hefur farið á nokkurra daga tölvunámskeið more »

Nemandann í bílstjórasætið

Hróbjartur Árnason : 8. janúar, 2013 12:11 : Ráðstefnur, SFFF
Það þarf varla mjög klóka manneskju til að gera sér grein fyrir því að það sem fólk gerir af sjálfsdáðum, og það sem það hefur sjálft áhrif og eða stjórn á er eitthvað sem það gerir frekar með gleði, fær meira út úr og er tilbúið að leggja meira á sig fyrir. Eitt sem sló more »