Your site
17. júní, 2024 03:56

Kennum þeim að læra 2015

Hreindyramosi

Um notkun upplýsingatækni til að auka árangur nemenda og hjálpa þeim að verða sjálfstæðir námsmenn.

fimmtudaginn 10. desember 2015: Grand Hótel Reykjavík

Í samstarfi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins,  Námsbrautar um nám fullorðinna við Háskóla Íslands,  Kvasis, Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna (NVL),  Skýrslutæknifélags Íslands og 3f – Félags um upplýsingatækni og menntun

Fólk sem vinnur við að skipuleggja nám fyrir fullorðna og kenna fullorðnum í alls konar samhengi hefur lengi verið sammála um það að það sé hlutverk fullorðinsfræðara að haga vinnu sinni þannig að þátttakendur verði færari í því að læra upp á eigin spýtur og að þátttaka í fullorðinsfræðslu – alls konar – stuðli að því að þátttakendur verði færir „ævi-námsmenn“, færir um að læra sjálfir, sjálfstætt það sem þeir þurfa í gegnum breytingar sem óumflýjanlega verða á lífsleiðinni. Þetta verður viðfangsefni þessarar ráðstefnum og verður það skoðað frá mörgum sjónarhornum.

Dagskrárdrög: (Smelltu hér til að sækja PDF útgáfu)

08:30    Skráning & kaffi

09:00   Setning ráðstefnunnar: Svanhildur Kr. Sverrisdóttir (Menntamálaráðuneytinu)

09:10:   Velkomin og upphitun fyrir viðfangsefni dagsins

09:20    Hvernig styður ný tækni við nám fullorðinna? Umræður í hópum. Meðlimir DISTANS netsins (Aina Knudsen, Alastair Creelman, Barfuss Ruge, Carola Eklund, Hróbjartur Árnason, Jørgen Grubbe, Taru Kekkonen ogTorhild Slåtto) leiða umræður í litlum hópum um miðlæg þemu sem tengjast notkun UT í fullorðinsfræðslu: Getur nám og menntun stutt við dreifbýlið? Stafræn færni…Dettur hún af himnum? Vefstofur, leið til að stuðla að gagnvirku- og samvinnunámi. Snjalltæki og sveigjanlegt nám. Nám er félagsleg athöfn – forsendur, aðferðir og tækni. Nám, upplýsingatækni og lýðræði. Hvernig getur fullorðinsfræðslan og tæknin stuðlað að opnu og gagnsærra lýðræði. Hvernig viltu læra í framtíðinni?

10:20    Kaffihlé

10:40    The wider benefits of adult learning and how to foster them. A challenge for web based learning environments: Jyri Manninen, professor við Háskólann í Austur-Finnlandi Glærur Myndskeið

11:25    Umræður og spurningar

11:35    Fjögur stutt erindi
 • Hvað ber framtíðin í skauti sér? Hvað þýðir það fyrir fullorðinsfræðarann? Tryggvi Thayer Glærur (ATH það gætu verið vandamál með hljóðið í þessari upptöku)
 • Hvernig við kennum við fólki að leita? Þóra Gylfadóttir Upptaka
 • OPEN BADGES, Guðmunda Kristinsdóttir Upptaka
 • Ígundun úr kennslustofunni, Soffía Waag Árnadóttir Upptaka

12:30    Hádegisverður

13:00    Verkstæði með kennslu og umræðum um ýmsar aðferðir, hugbúnað og miðla við nám.

 • Sveigjanlegt fjarnám fyrir fullorðna sem vilja ljúka framhaldskóla, Taru Kekkonen
 • Notkun fjarfundakerfa til að opna kennslustofuna Alastair Creelman & Torhild Slåtto
 • Speakers corner Ræðumenn dagsins spjalla við þátttakendur (Guðmunda Kristinsdóttir, Soffía Waag Árnadóttir, Tryggvi Thayer og Jyri Manninen)
 • Fjarnám á norðurslóðum. Hvernig mætir maður fullorðnum námsmönnum í dreifbýlinu? Fulltrúar frá SÍMEY og Framhaldsskólanum á Tröllaskaga greina frá nýjum leiðum í fjarnámi. Tröllaskaga leiðin: hvers vegna og hvernig Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur samkennt staðarnemum og fjarnemum (Inga Eiríksdóttir)og Fjarnám fyrir sjómenn og starfsfólk í leik- og grunnskólum, nýtt verkefni hjá SÍMEY (Hildur Betty Kristjánsdóttir og Valgeir B. Magnússon
 • Gagnvirkar bækur með Locatify Education: Þátttakendur læra að búa til gagnvirkar bækur og ratleiki (Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir).

14:00    Menntabúðir – Opið svæði þar sem þátttakendur læra hver af öðrum –,
Hér býðst tækifæi til að læa á app, forrit, þjónustu eða kennsluaðferð sem gagnast til að kenna eða styðja á annan hátt við kennsluna. Þátttakendur með tilboð standa/sitja við borð og nokkrir þátttakendur heimsækja borðið og læra nýja aðferð, læra á appið eða foritið, eða ræða ákveðið sjónarhorn tengt notkun UT og fullorðinsfræðslu og fara svo yfir á næsta borð til að læra eitthvað nýtt:

 • Padlet samtímaskrif yfir vefinn (Alastair Creelman).
 • Diigo, söfnun heimilda fyirir sjálfsnám og lesefnislista fyrir nemendur (Hróbjartur Ánason)
 • Educreations við námsmat – Leiðbeiningar fyrir Educreations (Sigrún Svafa Ólafsdóttir)
 • Evernote. Glósubók fyrir allt lífið (Elínborg Anna Siggeirsdóttir)
 • Hljóð og mynd. Upptökutækni fyrir kennara  (Hjördís Alda Hreiðarsdóttir & Þorsteinn Surmeli)
 • Hvernig MTR nýtir kennslukerfið Moodle til að styðja við dreifnám/fjarnám: (Margrét Laxdal).
 • QuizLet, ókeypis forrit í vafra sem gefur notandanum kost á að búa til staðreyndasett sem síðan eru notuð til að búa til próf, æfingar og leiki (Birgitta Sigurðardóttir).
 • Educreations og Lensoo create til innlagnar í vendikennslu m.a. í stærðfræði (Inga Eiríksdóttir).

14:00 – 15:10    Kaffi á boðstólum undir menntabúðunum

15:10    Kennum þeim að læra Hróbjartur Árnason, Háskóla Íslands, Upptaka

15:50    Slit

 

Þátttökugjald er 2500 kr.-

Innifalið er kaffi við komu, morgunkaffi, hádegisverður og eftirmiðdagskaffi

(Smelltu hér til að sækja PDF útgáfu dagskrárinnar)

 fa-150 NORD_NNVL_GB_600RGB  3f
Félag um upplýsingatækni og menntun
 sky_logo200pxWeb  Kvasir Menntavísindasvið Háskóla ÍslandsNámsbraut um nám fullorðinna

 

Dagskrárnefnd

 • DISTANS  netið (NVL)
 • Elínborg Anna Siggeirsdóttir (3F)
 • Erla Björg Guðmundsdóttir (Kvasir)
 • Halldór Kristjánsson (Tölvu- og verkfræðiþjónustan)
 • Hróbjartur Árnason (Námsbraut um nám fullorðinna og DISTANS)
 • Sigrún Gunnarsdóttir og Arnheiður Guðmundsdóttir (Skýrslutæknifélag Íslands)
 • Sigrún Kristín Magnúsdóttir (Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins og NVL)

Bloggfærslur sem tengjast ráðstefnunni