Your site
19. mars, 2024 07:32

Hvar finn ég lesefni

lesefni

Þessi síða er í stöðugri vinnslu. 

Á þessari síðu finnur þú leiðbeiningar um það hvar þú finnur efni um nám fullorðinna.

1) Háskólabókasöfnin

Háskólabókasöfnin bjóða upp á frábæra þjónustu við leit að gagnlegu efni. Það er full ástæða til að nýta sér bæði upplysingavefi þeirra og persónulega þjónustu bókasafnsfræðinga þeirra. Þeirra þjónusta verður seint vanmetin. Kjörið er að byrja hér: https://leidarvisar.is

Gagnlegt lesefni um nám fullorðinna má finna víða, en það er gjarnan vel falið…

2) Bóka og heimildalistar námskeiða

Námskeið brautarinnar hafa öll sína bóka og heimildalista. Hér er yfirlit yfir þá:

baekur

3) Bókasöfn

Skv. Dewey flokkunarkerfinu eru bækur um nám fullorðinna fyrst og fremst að finna undir flokkunum 374 og 658.3 Háskólabókasöfnin geyma nokkuð af bókum af þessu tagi. Ítarleg eit í Gegni þar sem þú setur inn velur „Dewey flokk“ og skrifar þar inn 374 eða 658.3 og svo jafnvel nákvæmara leitarorð í annan reit ætti að gefa góða raun.

Þá er og gagnlegt að leita í Leitir.is og prófa sig þar áfram með leitarorð: Fullorðinsfræðsla, símenntun, lifelong learning, adult learning, adult education o.s.frv. íslensku leitarorðin duga skiljanlega fyrst og fremst fyrir rit sem eru á Íslensku.

4) Bækur á netinu

Það er hægt að leita í bókum og jafnvel fletta sumum þeirra hjá

Landsaðgangur að rafrænum áskriftum veitir aðgang að rafrænum bókum og tímaritum í gegnum útgáfufyrirtækið Springer

Bókaforlög veita stundum aðgang að einum og einum kafla úr bókum sem þau selja

Sjá t.d. Jossey Bass og NIACE

5) Tímarit

Fræðileg tímarit hafa að geyma rannsóknargreinar sem oftast eru ritrýndar greinar um afmörkuð málefni innan fræðanna, oftast greina þær frá rannsóknum sem höfundar hara framkvæmt. Sumar greinanna birtast í tímaritum sem er hægt að kaupa aðgang að og er aðgang að greinunum stýrt. Aðrar birtast í svo kölluðum opnum aðgangi. Eftir að tímaritum í opnum aðgangi tók að fjölga, hefur „gerfi“ tímaritum líka fjölgað, þannig að með venjulegri leit og jafnvel með leit í Google Scholar gæti maður lent á greinum sem virðast ritrýndar en eru það alls ekki. Þess vegna er full ástæða til að vera gagnrýninn þegar maður skoðar þær greinar sem maður finnur. Ýmsir eru byrjaðir að skrifa um þetta vandamál og er full ástæða til að setja sig aðeins inn í málið. Hér má finna lista yfir örugg tímári í opnum aðgangi

Í gegnum Leitir.is hafa íslendingar aðgang að verulegu magni af fræðiritum. Flest þessara tímarita selja aðgang að efninu, þannig að maður getur verið nokkuð viss um gæðin – án þess að glata gagnrýninni þó! Í gegnum leitir.is er hægt að leita í fjölda gagnagrunna sem geyma tímaritsgreinar.

  • Það er kjörið að byrja leitina á leitarvefnum lbs.leitir.is þar er leitað í öllum þeim gagnagrunnum sem íslendingar almennt og háskólinn sérstaklega, hafa aðgang að.
  • Google scholar er líka gagnleg leitarvél iðulega er tengill í greinar sem eru aðgengilegar í gegnum landsaðgang hægra megin við niðurstöðuna. Einnig er gagnlegt að í leitarniðurstöðum kemur fram hversu margir vitna í greinina: „Cited by…“ það gefur vísbendingu um áhrif greinarinnar.
  • Leitarvél Web of Science er gagnleg þar sem þar er leitað í virtustu gagnagrunnunum og þar er líka gott yfirlit yfir það hver vitnar í hvern. Þannig að færsla yfir tiltekna grein gefur upplýsingar um fjölda tilvitnana í greininni og hversu margir vitna í hana (á hægra kanti skjásins), það hjálpar við að átta sig á áhrifum og mikilvægi greinarinnar og höfundanna. – þó það sé ekki algildur mælikvarði. Web of Science er einn mikilvægasti vefurinn til að átta sig á áhrifum tiltekinnar greinar.
  • Það er um að gera að gefa sér tíma í að átta sig á því hvað annað höfundar greinar hafa skrifað og hver áhrif hans/hennar gætu verið. Þegar maður hefur fundið grein í gagnagrrunni, er oft hægt að sjá fjölda tilvitnana þar líka. Ef tiltekinn gagnagrunnur tekur til fjölda tilvitnana í ákveðna grein vísar sú tala oftast aðeins til tilvitnana í greinum sem eru vistaðar í viðkomandi gagnagrunni. En það er um að gera að skoða vel færslur gagnagrunns þar sem grein er vistuð sem maður vill skoða betur. Gagnagrunnarnir bjóða upp á mismikla þjónustu en þar má finna ýmislegt sem hjálpar manni að átta sig á áhrifum greinar eða fræðimanna.
  • Til að átta sig betur á áhrifum fræðimanns eða greinar/bókar er um að gera að kanna fyrst heimasíðu þeirra oftast við háskólann sem þeir starfa við. Þá er rétt aðþeirra  kanna prófíl hja Research Gate og Academia.edu, sömuleiðis að skoða prófíl þeirra hjá Google Scholar:
  • Þú finnur heimasíðu fræðimanns yfirleitt með því að slá nafn hans í leitarvél, e.t.v. bætir það niðurstöðurnar að slá inn orð eins og University eða svipað.
  • Þu finnur prófíl fræðimanna hjá Research Gate og Academia.edu með því að leita með Google / Bing eða annarri leitarvél að nafni höfundarins ásamt nafninu á gagnagrunninum, dæmi um leitarstreng: Illeris ResearchGate.
  • Hjá Google Scholar birtist nafn höfundar undir nafni á grein eða bók:googlescholarpublicprofile

Ef höfundurinn er með opinberan prófíl á Google scholar þá er slóð bak við nafnið hans sem vísar á þá síðu. Þar er yfirlit yfir helstu birtingar og fjölda tilvísana

  • Með því að leita í Google Books að leitarstreng sem líkist því hvernig tiltekin grein myndi birtast í heimildaskrá má fá nasasjón af því hversu margar bækur vitna í greinina. Leitarstrengurinn: Illeris,  „A model for learning in working life. Journal of Workplace“ (ath gæsalappir utan um nafn greinarinnar) gefur t.d. þessar niðurstöður .
  • Microsoft Acacemic Search er ný þjónusta sem lofar góðu. Notendaviðmótið er mjög þægilegt og auðvelt að þrengja leit og skoða ívitnuð rit eða rit sem vitna í greinina. Sömuleiðis er aðgangur að pdf útgáfum greinanna mjög þægilegur. Þar má sjá yfirlit yfir birtingar og tilvitnanir líka.

Eins og sjá má hér að ofan eru margir sem skrá birtingar fræðilegs efnis, flokka og telja.  En það er engin leið að finna áreiðanlegar tölur. Margar birtingar eru hvorki  skráðar né taldar. (Sjá nokkrar greinar um efnið). Þannig að vilji maður skapa sér hugmynd um áhrif höfundar er nauðsynlegt að vera sjálfstæður í leit og vinnubrögðum. Það er um að gera að nota miðana nefnda hér fyrir ofan en líka bókadóma og aðra umfjöllun um höfunda- t.d. hvernig bókahöfundar kynna þá til sögunnar. Svo eru til viðurkenningar sem fræðimenn veita hver öðrum, s.k.“Hall of fame„.

(ég hef ekki sannreynt þau öll til þaula en er nokkuð viss í minni sök)

Vafasöm tímarit (e. Preditor journals): Leitarniðurstöður geta vísað á greinar sem birtast í svö kölluðum „vafasömum tímaritum“, en það eru tímarit sem blekkja fræðimenn til að birta hjá sér en bjóða ekki upp á raunverulega ritrýningu og fá yfirleitt höfunda til að borga fyrir birtinguna. Hér er gátlisti til að þekkja slík tímarit og vefurin sjálfur inniheldur ýmis hjálpartól til að forðast að þessi tímarit.

6) Íslensk tímarit

(Mörg íslensk tímarit eru aðgengileg í leitir.is, þar eru líka slóðir í greinarnar á vefnum)

Enska…

Svo er það þetta með enskuna, og að skilja hana!!!

  1. Það hefur komið í ljós að fræðileg skrif innihalda c.a. 300 orð sem skipta sköpum til að skilja fræðilega umræðu. Ef maður lærir þau sérstaklega auðveldar maður sér vinnuna verulega. Til er listi og leiðbeiningar um það hvernig maður lærir hann, Sjá nánar um “The Academic Word List”
  2. Hver fræðigrein býr til sitt eigið tungutak, menntavísindin eru þar engin undantekning. Þá er það einnig þannig að allir nota ekki hugtökin alltaf á sama hátt. Samt sem áður reynir fólk í hverri fræðigrein að koma sig saman um merkingu hugtaka. Því er nauðsynlegt er að gera allt sem hægt er til að skilja hugtökin.

==============================

Efnisyfirlit efnis um fræðileg vinnubrögð:

Lestur – ritun og fræðileg vinnubrögð

Hvar finn ég lesefni

… og hvernig finn ég það aftur?

Hugbúnaður til að halda utan um heimildir