Your site
23. desember, 2024 04:28

Mat á því hverju fræðsla skilar fyrirtækjum – 4. þrep Kirkpatrick´s

Hér verður fjallað um módel Donalds Kirkpatrick´s um mat á þjálfun og fræðslu. Módelið skiptist í fjögur þrep. Sérstaklega verður fjallað um þrep fjögur en örlítil yfirferð á þrepunum öllum fylgir í upphafi svo auðveldara sé að átta sig á ferlinu.

Módelið er mest notaða módel í heiminum þegar kemur að mati á fræðslustarfi. Hægt er að meta á hverju þrepi fyrir sig óháð öðrum þrepum en einnig er hægt að horfa á þrepin fjögur sem ferli þar sem fræðsla á hverju stigi fyrir sig þarf að takast vel til svo árangur á næsta þrepi náist. Til dæmis er ekki hægt að búast við að hegðun (þrep 3) starfsmanna breytist ef hann hefur ekki náð að tileinka sér námið (þrep 2). Ef hegðun breytist ekki þá er líka hægt að ganga út frá því að fræðslan skili ekki neinum ávinningi til fyrirtækisins (þrep 4).

Þrep 1 – Viðbrögð: Upplifun þátttakandans á námskeiðinu sjálfu, var hann ánægður með kennsluna, kennarann, efnið og aðra uppbyggingu og framsetningu námskeiðsins.
Þrep 2 – Nám : Mat á því hvort þátttakandi hafi lært það sem miðlað var á námskeiðinu og náð að tileinka sér það, öðluðust þeir auka þekkingu eða færni?
Þrep 3 – Hegðun: Snýr að því hvort hegðun þátttakenda, til dæmis við störf þeirra hafi breyst ef námskeiðið var starfstengds eðlis. Hafa þeir náð að yfirfæra það sem þeir lærðu á námskeiðinu yfir á störf sín og hefur verklag þeirra breyst?
Þrep 4 – Afleiðingar/Útkoma: Eru afleiðingar/útkoma fræðslunnar  í takt við þær væntingar sem gerðar voru til fræðslustarfsins. Hverju skilar námið til fyrirtækisins er aðalspurningin hér, er mælanlegur árangur af fræðslunni

Þrep fjögur hefur oft verið talið erfiðast til mælinga og mats af þrepunum fjórum. Það er tímafrekt og kostnaðarsamt að mæla árangur fræðslustarfs í króunum og aurum. Hvaða aðferðum á að beita og hvernig á að safna gögnunum? Það þarf að mæla bæði fyrir og eftir og setja upp árangursmælikvarða sem oft þurfa að ná yfir langan tíma því það er þolinmæðisvinna að býða eftir því að árangur fræðslustarfs skili sér í kassann. Oft er það ekki fyrr en eftir ár eða jafnvel nokkur ár að árangur verður sýnilegur.

 

Yfirleitt er talað um fjórða þrepið sem það síðasta í röðinni en réttara væri að líta á það sem fjóðra og fyrsta þrepið því í upphafi skyldi endinn skoðaÞessi nálgun hefur verið nefnd Reverse Model – þegar módelinu er snúið við. Til að árangur náist og fræðslan skili sér og ekki sé verið að eyða tíma og peningum til einskis  þá þarf að byrja á því að átta sig á því hverju fræðslan á að skila. Hvað vilja hlutaðeigandi fá út úr þessu öllu saman? Gera þarf sér grein fyrir stöðunni í upphafi og sjá fyrir sér hverju við viljum áorka. Gera stöðumat í upphafi (mælanlegt) og setja árangursmælikvarða. Stjórnendur vilja sjá árangur af fræðslunni að hún skili sér í samræmi við væntingar (ROE) þeirra og þann kostnað sem fylgdi fræðslustarfinu (ROI). Stundum er ROI, Return on Investment bætt við sem fimmta þrepinu en hér verður litið á það sem hluta af því fjórða.

Árangursmælikvarðar sem hægt er að nota við mat á þrepi fjögur eru til dæmis;
Starfsánægja
Starfsmannavelta
Ánægja viðskiptavina
Sölutölur
Framlegð
Gallar í framleiðslu
Slys

Stjórnendur þurfa að sjá tilgang og ávinning af fræðslunni. Með því að meta fræðsluna og sýna þannig svart á hvítu fram á ávinning fræðslustarfs, bæði fyrir starfsmenn og fyrirtækið í heild, má auka skilning stjórnenda á mikilvægi þess að sinna fræðslustarfi sem hluta af rekstri fyrirtækisins.

En hver á að sjá um mat á þrepi fjögur? Er það fyrirtækið sjálft eða eiga fræðsluaðilar að koma þar að? Árangursmælikvarðarnir eru sterkt verkfæri til að sýna fram á gildi fræðslu og sannfæra stjórnendur um ávinning hennar. Svo ef fræðsluaðilar leggja í þá vinnu að mæla á þrepi fjögur og vinna með stjórnendum fyrirtækja að því að meta bæði fyrir og eftir að fræðsla fer fram skilar það sér í að auðveldara er að selja fræðslu og fræðslutengda þjónustu til nýrra viðskiptavina. Þetta snýst um að fræðsluaðili veiti sem besta þjónustu fyrir viðskiptavini sína og ef notkun á árangursmælikvörðum hjálpar til við það þá er um að gera að bjóða upp á þá þjónustu.

 

Smellið hér fyrir neðan til að skoða Power Point kynningu á þrepi fjögur.

Glærukynning:

https://mssis-my.sharepoint.com/:p:/r/personal/birna_mss_is/_layouts/15/Doc.aspx?sourcedoc=%7B77c2e6cf-4a02-4210-ba86-303a1e9ddecc%7D&action=editGlærukynning –

 

Heimildir:

Kirkpatrick, J. D og Kirkpatrick, W.K. (2016). Kirkpatrick’s Four Levels of Training Evaluation. Alexandria: ATD Press

Kirkpatrick’s four-level training evaluation model:analyzing training effetiveness. e.d.
Sótt af https://www.mindtools.com/pages/article/kirkpatrick.htm

Skildu eftir svar