Ráðstefna fyrir þig
sep 5 2018 in Fréttir, Ráðstefnur by Hróbjartur Árnason
Námsleiðin “Fræðslustarf og Nýsköpun” ásamt fjölda annarra samstarfsaðila stendur fyrir spennandi ráðstefnu fyrir alla þá sem hafa áhuga á námi fullorðinna, tækni, fjarnámi og byggðaþróun.
Markmiðið er að búa til vettvang fyrir gagnlegt samtal aðila sem koma að fræðslu og menntamálum á landsbyggðinni eða með tengslum við landsbyggðina.
NVL Tengslanetið DISTANS heldur í fjórða sinn ráðstefnu með Háskóla Íslands, Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins og fleirum. Síðast þegar byggðamál voru á dagskrá hjá DISTANS var ráðstefnan haldin í Húsavík – Sú ráðstefna var hluti af 6 ráðstefnu röð og niðurstöðum hennar var lýst í sérstakri skýrslu. Þessi ráðstefna er hluti af nýrri fundaröð um svipað efni. Vefir eldri rástefna eru hér á þessum vef.
Ein leið sem samfélög velja til að styðja við dreifðar byggðir er að stuðla að og styðja við nám og menntun þeirra sem búa í dreifbýli. Á þessari ráðstefnu ná þátttakendur nokkrum markmiðum í einu:
- Að ræða í dýptina áhrif menntunar á dreifðar byggðir
- Skoða hlutverk og áhrif menntastofnana á nærsamfélagið (Simenntunarmiðstöðvar, námsver, rannsóknarsetur…)
- Skoða nám frá sjónarhorni þátttakenda
- Þjálfast í notkun “gagnvirkrar, skapandi tækni” í fræðslustarfi.
Ráðstefnan hefst á erindum frá tveimur rannsakendum sem hafa skoðað áhrif menntunar á dreifðar byggðir.
Við kynnumst niðurstöðum nýlegs verkefnis DISTANS netsins á þátttöku í fjarnámi
OG í kjölfarið fá þátttakendur tækifæri til að taka þátt í líflegum umræðum um menntun og dreifbýli og/eða þjálfast í notkun upplýsingatækni og læra á nýjustu tólin sem gagnast við kennslu.
Leave a reply
You must be logged in to post a comment.