Your site
17. júní, 2024 04:11

Ellen Boeren og evrópsk stefna um fullorðinsfræðslu

Þriðjudaginn 4.október 2022 kl. 13:00-14:00 mætti Professor Ellen Boeren í viðtal á aðra vefstofu í röðinni um stefnu í fullorðinsfræðslu.

Ellen Boeren er prófessor í fullorðinsfræðslu við háskólann í Glasgow og hefur mikla reynslu af samanburðarrannsóknum á sviði ævimenntunar. Áherslur hennar í rannsóknum hafa verið á sviði þátttöku fullorðinna í skipulögðu námi í Evrópu. Þá hefur hún komið að mörgum yfirlits og samanburðarverkefnum fyrir Evrópusambandi, OECD og UNESCO og fleiri. 2016 gaf Boeren út yfirlitsbók yfir rannsóknir á þátttöku í fullorðinsfræðslu, Lifelong Learning Participation in a Changing Policy Context An Interdisciplinary Theory. Fyrir hana fékk hún ein virtustu verðlaun á sviðinu: „Cyril O. Houle Award for Outstanding Contribution to the Adult Education Literature“ Bókin nýtist sérlega vel fólki sem kemur að skipulagningu fullorðinsfræðslu og stefnumótun. Undanfarin þrjú ár var hún ritstjóri „Adult Education Quarterly“ eins virtasta tímaritsins á sviði rannsókna á fullorðinsfræðslu almennt.

Ellen gaf okkur innsýn í evrópskar stefnur um fullorðinsfræðslu og þau áhrif sem þær hafa haft á nám fullorðinna í Evrópu. Rannsóknir hennar á þátttöku og þekking á starfsemi margra alþjóðastofnana í tengslum við fullorðinsfræðslu gefa henni sérstaklega áhugavert sjónarhorn á þau stefnumeðul sem hafa haft áhrif í löndum Evrópu.

Sjá yfirlit yfir alla vefstofuröðina og slóðir í gagnleg stefnuskjöl

Skildu eftir svar