Stefnumörkun í fullorðinsfræðslu á Íslandi

okt 6 2022 in , by Hróbjartur Árnason

Þriðja vefstofan í röðinni „Hvert stefnir fullorðinsfræðslan?“ fer fram þriðjudaginn 11. október kl. 13:00 – 14:00.

Vefstofuröðin fer fram meðal annars vegna þeirrar vinnu sem framundan er við endurskoðun framhaldsfræðslukerfisins.

Þess vegna bjóða Háskóli Íslands, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ásamt Félags- og atvinnumálaráðuneytisins upp á þessa vefstofuröð saman. Eftir að hafa kasta netunum vítt… og kynnst alþjóðlegum og evrópskum stefnum horfum við okkur nær og skoðum íslenska stefnumótun þegar kemur að fræðslu fullorðinna. Við höfum fengið Jón Torfa Jónasson til að eiga við okkur samtal um þessi mál.

Jón Torfi Jónasson er prófessor emerítus við Háskóla Íslands. Hann hefur um árabil fylgst náið með og rannsakað menntakerfi, sérstaklega íslenskt menntakerfi frá mörgum og ólíkum sjónarhornum. Hann hefur skrifað margar mikilvægar skýrslur og greinar um símenntun á Íslandi og þannig gefið góða yfirsýn yfir vettvanginn.

Á næstu vefstofu í röðinni um stefnu í fullorðinsfræðslu ætlar Jón Torfi að ræða við okkur um stefnumörkun í fullorðinsfræðslu á Íslandi. Hann mun gefa okkur innsýn i þróun stefnumörkunarinnar og hvaða áhrifaþættir hafa haft mikil áhrif á stefnu íslenskra stjórnavalda þegar kemur að fræðslu fullorðinna.

Við munum einnig spyrja Jón Torfa um samfélagslega þróun sem honum sýnist að muni hafa áhrif á framboð og eftirspurn eftir námstilboðum fyrir fullorðna á næstu árum og hvernig gæti verið gagnlegt að skipuleggja, markaðssetja og fjármagna fræðslu fyrir fullorðna.

Upptaka frá vefstofunni

Gagnlegt efni

Stefna birtist skýrast í fjárlögum. Hér eru nýjustu skjölin:

Þessi vefstofa er sú þriðja í röð vefstofa um stefnu í fullorðinsfræðslu

Sjá yfirlit yfir vefstofurnar:

Sjá einnig atburð á FaceBook