Your site
30. desember, 2024 18:06

Vefstofuröð um stefnu í fullorðinsfræðslu 2022

Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins og Háskóli Íslands ásamt Félags- og vinnumarkaðsráðuneytiu bjóða til vefstofuraðar um stefnu í fullorðinsfræðslu.

Framundan er endurskoðun löggjafar um framhaldsfræðslu. Í því tilefni er boðið upp á stutta röð vefstofa þar sem boðið verður upp á viðtal við sérfræðinga um stefnu á sviði fullorðinsfræðslu. Um er að ræða alþjóðlegar stefnur, evrópskar stefnur og íslenskar stefnur um fullorðinsfræðslu. Vefstofuröðin endar síðan með umfjöllun um hvernig stefna i fullorðinsfræðslu geti stutt við skapandi ferli í fræðslu. 

Dagskrá vefstofuraðarinnar (Hver vefstofa stendur yfir i 60 mínútur)

fim 29.september kl. 11:00: Global policies on adult education Glenda Quintini frá OECD

þri 4.október kl. 13:00:  European policies on adult education: Professor Ellen Boeren (University og Glasgow, Scotland)

þri 11.október kl. 13:00: Stefnumörkun í fullorðinsfræðslu á Íslandi: Jón Torfi Jónasson fyrrv. prófessor

þri 18.október kl. 13:00: The role of creativity in adult education and how policy can foster for creative practices:  Stephan Vincent-Lancrin OECD

Ítarefni

Smelltu hér til að skoða lista yfir alþjóðleg stefnuskjöl, evrópsk og íslensk

Skildu eftir svar