Your site
21. janúar, 2025 12:26

Hvernig velur þú verkefni?

W1769-Vallet BMX N 82131.JPG
By Llann Wé²Own work, CC BY-SA 3.0, Link

Verkefni á námskeiði sem þú sækir eru hugsuð sem leiðir sem þú getur notað til að ná markmiðum þínum með þátttöku í námskeiðinu og til að ná hæfniviðmiðum þess.
Spáðu í það hvað þú vilt – eða þarft að – vita, kunna eða geta þegar námskeiðið er búið. Hvernig gengur þér til dæmis að skrifa fræðilegan texta? Hvernig gengur þér að koma innihaldi á framfæri á netinu? Gætir þú stýrt fundi, eða veffundi? Hvernig líður þér með að standa fyrir framan hóp og útskýra eða hvernig ætli þér gangi að rökstyðja ákvarðanir þínar sem skipuleggjandi eða kennari? Svör við svona spurningum geta hjálpað þér að velja verkefni, og geta líka hjálpað þér að ákveða hvernig þú vinnur verkefnin.
Nýttu staðreyndina að þú ert í námi til að fara út fyrir þægindaramman, prófa eitthvað nýtt, æfa eitthvað sem þú átt erfitt með… Enda er tilgangur náms að opna nýja möguleika, skapa nýjar hugsanir… og það gerist varla nema þú farir út á ystu nöf, takir sjensinn og gerir jafnvel mistök að minnsta kosti að þú prófir!
Og til þess eru kennarar og nemendur með þér á námskeiðinu: Til að veita stuðning, aðhald og gagnleg viðbrögð sem þú getur lært af. Nýttu þér það!

Hér fyrir neðan má finna leiðbeiningar um nokkrar tegundir verkefna og einnig slóðir í nokkur nemendaverkefni:

Einnig:

Skildu eftir svar