Your site
16. september, 2024 03:09

Skrá sig á vefinn

Svona skráir þú þig á vef námsleiðarinnar Nám Fullorðinna, og öll námskeið hennar:

ATH: Hugmyndin með þessu vefsvæði er að búa til starfssamfélag þar sem fólk sem hefru áhuga á námi fullorðinna getur unnið saman að starfsþróun sinni, þannig að við biðjum ykkur að líta á skráninguna ekki sem eitthvað sem gildir fyrir þetta eina námskeið, heldur eitthvað sem nýtist ykkur mun lengur.
Þess vegna skaltu ekki nota notendanafnið sem þú ert með frá háskólanum sem notendanafn hér, notaðu eitthvað annað, helst bara nafnið þitt, þá er líka auðveldara fyrir okkur að vita hver það er sem skrifar það sem þú skrifar. Við erum að reyna að byggja þennan vef upp sem starfssamfélag fyrir fólk sem vinnur á alls konar hátt við að styðja nám fullorðinna í ólíkum aðstæðum. Þannig að vonandi mun það gagnast þér að kíkja hingað inn síðar líka.

Svona skráir þú þig í kerfið:

Smelltu á „Create an account“ hér hægra megin til að skrá þig inn í kerfið. Kerfisstjóri þarf að samþykkja skráningu þína handvirkt – öryggsatriði, svo vefurinn fyllist ekki af ruslpósti. Svo þegar ég hef hleypt þér inn, notar þú framvegis það notendanafn og lykilorð sem þú valdir til að skrá þig inn „Log in“.  Skráningarformið er frekar skrítið, ekki láta það trufla þig. Skráðu netfangið sem þú notar mest og til framtíðar, ekki það sem þú notar við háskólann, nema það sé aðalnetfangið þitt.

Skildu eftir svar