Your site
19. apríl, 2024 15:31

Samfélagið

Croud movement

Þegar talið berst að fullorðinsfræðslu er hún gjarnan séð í samfélagslegu samhengi. Það er kjörið að byrja að skoða nám fullorðinna út frá samfélagslegu samhengi. Það sem mér finnst skipta mestu máli þegar maður hugsar um nám fullorðinna út frá því sjónarhorni er að þið þjálfið augu ykkar og eyru til að sjá „námsþarfir“ sem verða til í samfélaginu. Þið sem „Fullorðinsfræðarar“ – „Adult-Educators“ … eða fólk sem vinnur við það að hjálpa fullorðnum að læra þurfið að verða næm fyrir því sem er að gerast og … mun gerast á næstunni, og bjóða fólki upp á tækifæri til að læra það sem þarf til að takast á við þessa framtíð. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa hugmyndir um hvað er að gerast.

Þemu sem koma hér til umræðu eru til dæmis (ekki tæmandi listi)
 • Símenntun / Ævimenntun eða Lifelong Learning: Hugmyndafræðin um ævimenntun hefur verið að þróast á vesturlöndum í um 40 ár og er mjög mikilvæg í allri umræðu um pólitíska stefnumótun.
 • Spurningar um ávinning af námi koma hér við sögu. Þar er ekki úr vegi að hlusta á þennan fyrirlestur
  • The wider benefits of adult learning and how to foster them. A challenge for web based learning environments: Jyri Manninen, professor við Háskólann í Austur-Finnlandi Glærur   –  Myndskeið  
 • Þátttaka fullorðinna í námi og fjarvera þeirra er trúlega eitt mest rannsakaða þemað í fræðunum um nám fullorðinna
  • Sjá kynningu okkar Höllu og Svövu á niðurstöðum rannsóknar okkar:

  Prezi sýningin:

 • Framtíð menntunar er annað þema sem vert er að skoða.
  • Lesið bloggfærslu frá Tryggva Thayer um Framtíðarfræði og menntun
  • Hvað þurfa starfsmenn framtíðarinnar að kunna? NVL fékk hóp sérfræðinga til að segja fyrir um hvað fólk muni þurfa að kunna á næstu árum til þess að norrænu samfélögin séu samkeppnishæf:  hun er til hér 
Vissulega er til mikið efni sem er þess virði um framtið menntunar, en ég vil þar að auki benda ykkur á
 • Fyrirlestur Richard Wilkinson:

Þegar við tölum um fullorðinsfræðslu frá samfélagslegu sjónarhorni kemur tækni og sérstaklega upplýsingatækni einnig við sögu. Annars vegar eru það spurningar um tækni<em>læsi</em> fullorðinna og hlutverk samfélagsins, menntayfirvalda, símenntunarmiðstöðva og annarra sem styðja við nám fullorðinna hafa til að tryggja að sem flestir nái að „fylgjast með“. Hins vegar eru spurningar um það hvaða áhrif tæknin hafi á líf fólks og afleiðingar þess fyrir nám og skipulag náms fyrir fullorðna.

Á námskeiðsvef námskeiðsins Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra er Wiki nemenda á námskeiðinu, þar sem þeir hjálpast að við að glósa úr því sem þeir lesa og búa til skipulagt yfirlit yfir það sem þeir eru að læra. Sjá kaflann um Samfélag

Meira efni um nám fullorðinna frá samfélagslegu sjónarhorni má finna í óflokkuðum lista mínum merktan „Samfélag“

Skildu eftir svar