Your site
16. september, 2024 03:22

Hvert stefnir samfélagið okkar… Hvaða áhrif ætli tæknin hafi?

Katrín Jakobsdóttir ávarpar ráðstefnu um notkun upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu

Eitt þema sem skiptir okkur máli að skoða núna er áhrif tækninnar á samfélagið og sérstaklega áhfir hennar á nám bæði sjálfsnám og skipulagt nám við alls konar fyrirtæki og stofnanir og þar af leiðandi við skóla líka.

Í síðustu viku fengum við á ráðstefnu um upplýsingatækni í fullorðinsfræðsluni, heimsókn frá fyrirlesara sem tók fyrir áhrif tækni á nám og kennslu. Alastair Creelman hefur fengist við það í fjölda ára að skoða áhrif tækninnar á nám og þó sérstaklega kennslu. Nú er það þó svo komið að nám og þeir möguleikar sem tæknin hefur á nám leiða til þess að skólar þurfa að fara að skoða hvað þeir ætla að gera í ljósi þessara breytinga.

Varúð: Hér eru fyrirlestrar sem duga ykkur í góðan tíma 18+28+30+60+7 mínútur! e.t.v. er sniðugt að dreifa því að hlusta á þá 😉

Ég rakst í dag á spennandi erindi um áhrif tækninnar á samfélagið:

1) Andrew McAfee: Are droids taking our jobs? (18 mín)


Köfum aðeins dýpra í þessar pælingar með því að skoða tvö erindi frá ráðstefnu þar sem ég var með erindi í fyrra

2) Parag Khanna um hvert samfélagið er að stefna og merking þess (28 mín)

3) John Moravec – um svipað efni (30 mín) … (e.t.v. er viðtalið mikilvægara sjá fyrir neðan)

4) Sjá einnig viðtal sem ég átti við John fyrir um ári síðan (60 mín)

5) og kanski við endum á stuttu viðtali við kennara námskeiðsins: Hróbjart 😉

Skiljið svo eftir ykkur spor í sandinum hér fyrir neðan…

Hvaða hugrenningar vekur þetta hjá ykkur í tengslum við nám fullorðinna og fullorðinsfræðslu á Íslandi?

Skildu eftir svar