Your site
21. desember, 2024 15:03

Breytingar og hvernig við styðjum við þær

Sumar skilgreiningar á námi innihalda hugtök eins og „breyting“, jafnvel „varanleg breyting“. Því er jafnvel haldið fram að breytingar séu það eins sem við getum verið viss um í lífinu. Það getur þá bent til þess að nám sé miðlægt fyrirbæri í allri tilveru mannsins. Og að að þegar maður er að velta fyrir sér námi fullorðinna, komi mun fleiri „fræðigreinar“ inn í spilið en maður reiknaði með í upphafi… Breytingastjórnun er ein af þessum fræðigreinum. Margar rannsóknir á þátttöku fullorðinna í skipulagðri fræðslu hafa sýnt að góður hluti þeirra sem velja það að læra gera það vegna breytinga sem eru a) nýafstaðnar, b) eru að gerast c) munu gerast innan tíðar. Fólk virðist (ómeðvitað???) velja nám sem aðferð til að takast á við breytingar, eða til að koma þeim í kring. Því má velta fyrir sér að hve miklu leiti þeir sem skipuleggja námtækifæri fyir fullorðna sjái þetta fyrir og taki tillit til þess.

Skipulagseiningar (organisations) fara oft í gegnum breytingar. Sumar beytingar „koma yfir“ þær, aðrar eru valdar af stjórnendum. En ef fólkinu sem starfar við viðkomandi skipulagseiningu tekst ekki að „stýra“ breytingunni á happadrjúgan hátt, getur verið að skipulagseiningin standi upp á verri stað eftir en áður. Þess vegna hefur orðið til fag sem heitir „Breytingastjórnun“. Stór hluti breytingastjórnunar hlýtur að felast í því að hjálpa fólki að læra nýja hegðun, að breyta hegðun sinni á varanlegan hátt. Margt af því sem menn skrifa í greinum og bókum um breytingastjórnun tengist bæði ytri og innri þáttum sem tengjast því námi sem gæti þurft að eiga sér stað: Hvernig maður fær fólk til að vilja læra og beyta, hvernig maður fær fólk til að breyta hegðuninni, þarf fólk að læra eitthvað nýtt eða er nóg að breyta uppröðun á vinnustað. (Til dæmis að staðsetja takka á skurðvél þannig að hendur eru víðsfjarrri blaðinu og koma þannig í veg fyrir að menn sem stjórna skurðvélinni skeri af sér fingur.)

Í þessu erindi heldur borgarstjóri því t.d. fram að ytri aðstæður dugi til að breyta ýmsu:

Þessi hugsun byggir á viðhorfi / trú sem hefur gegnsýrt 20. öldina, að félagslegar aðstæður liggi að baki slæmrar hegðuna. Martin Seligman lýsir þessu skemmtilega í bók sinni Flourish á bls 104ff (þú getur lesið það hjá Amazon, eða Google Books). Í dag er almennt viðurkennt að hlutirnir eru mun flóknari; sambland umhverefislega, félagslegra OG persónilegra þátta stýra hegðun. Breytingastjórnunin reynir að koma inn á alla þættina. Það sem er skemmtilegt e rað stundum er  nóg að breyta einhverju í umhverfi til að breyta hegðun. Stundum þarf nám til og breytingar á viðhorfum einstaklinga. Það þekkjum við t.d. í gegnum kenninga um Umbeytinganám (Transformative Leaning).

book-switch-300x391Nýleg bók um beytingastjórnun þykir mér skemmtileg. Hún dregur fram margar gagnlegar rannsóknir og setur efnið fram á mjög hagnýtan og eftirminnilegan hátt og nálgast einmitt flestar hliðarnar: 1) að stýra ferðinni, 2) vekja áhuga á að beyta og 3) að móta leiðina :

Heath, C., & Heath, D. (2010). Switch: How to Change Things When Change Is Hard. Crown Publishing Group.

Bókin er auðlesin og skemmtileg og gefur aðeins aðra sýn á breytingar en við kynnumst venjulega í bókum um nám og kennslu. Þannig opnar hún nýjar leiðir til að hugsa og tala um nám og menntun fullorðinna.

Hér er bókadómur um bókina sem virðist nokkuð góður.

 

Skildu eftir svar