Your site
19. apríl, 2024 15:25

Námskeið, námskeið, námskeið

Lecture Theatre

Svona byggja menn í dag þegar þeir skipuleggja nám fyrir fjöldann!

„Getum við ekki fengið námskeið til að leysa það?“ Spurði deildarstjórinn þegar hún var að fara yfir niðurstöður nýjustu þjónustukönnunarinnar.

Okkar ósjálfráðu viðbrögð þegar við uppgötvum þörf fyrir breytingar er að fá einhvern til að útbúa námskeið fyrir það. Við kollum á sérfræðing til að lesa yfir hausamótum samstarfsfólks okkar eða „markhópsins“ og væntum þess svo að allt verði betra!

Fyrirtæki, stofnanir og fræðslusetur ráða gjarnan fólk til að skipuleggja fræðslu fyrir starfsmenn sína – eða aðra „skjólstæðinga“. Áður en langt er um liðið er viðkomandi orðinn að einhverskonar skólastjóra með þykka kennsluskrá upp a vasann með fjöldann allan af spennandi og „imponerandi“ námskeiðum haglega raðað yfir „misserið“. Fyrirtækið er orðið að skóla!

Lecture Halls at Kom el Dikka (III)

Svona byggðu menn í fornöld þegar þeir skipulögðu nám fyrir aðra

Í fjölda ára hefur fólk sem vinnur við fullorðinsfræðslu vitað að fólk lærir mest, best og dýpst þegar það er að læra hluti sem því finnst snerta sig a merkingarbæran hátt og þegar það hefur eitthvað um nam sitt að segja eins og t.d. að ákveða markmið og fyrirkomulag námsins. Þessi reynsla og þekking sem margir i „fullorðinsfræðsligeiranum“ hafa talað og skrifað um: Frá Brasilíu (Paolo Freire) til Danmerkur (Grundtvig), til Bandaríkjanna (Carl Rogers og Malcolm Knowles) til Þýskalands (Teilnehmer Orientierung) – hefur leitt til viðhorfs innan „geirans“ sem liggur til grundvallar svo til öllu starfi þeirra sem vilja hjálpa fullorðnum að læra og breyta. Viðhorfið leiðir til þess að fólk lítur á það sem hlutverk þeirra sem skipuleggja og styðja við nám fullorðinna að þau geri það þannig að þátttakendur verði meira og meira í stakk búnir að skipuleggja eigin námsferla fyrir sjálft sig eitt eða í hópum. Eitthvað sem sumir hafa kallað „sjalfstýrt nám“ (sjá nánar) .

Lecture here on Sat

… og meira að segja í hinu ofur nútímalega „second life“ – þar sem sköpun manna eru engin takmörk sett, skipuleggja menn nám svona fyrir sína „avatara“ (sýndarverur í sýndarveruleikanum)!!!

Ég rakst á TED erindi arkitekts sem fékk mig til að hugsa aftur á þessum nótum, og langar að bjóða þér að hlusta, og skora á þig að nota það til að velta fyrir þér hvaða hugmyndir erindið geti gefið þér þegar þú hugsar um að skipuleggja einhverskonar nám, eða breytingaferli fyrir aðra:

Skildu eftir svar