Your site
11. september, 2024 12:42

Námskeið í haust: Greining á fræðsluþörfum

 photo FNA-Stadlota-Eitt-3.jpg

Í haust er á dagskrá spennandi valnámskeið við námsbrautina:
Greining fræðsluþarfa í símenntun.

Námskeiðið er tækifæri fyrir fólk sem starfar við fræðslustörf ýmiskonar, einkum skipulagningu náms fyrir aðra, eða hefur áhuga á slíkum störfum að dýpka sig á sviði sem verður æ mikilvægara, en það er nákvæm og fagleg forvinna fyrir þau námstilboð sem fyrirtæki og stofnanir bjóða starfsfólki sínu og fræðslusetur bjóða væntanlegum nemendum sínum.

Á þessu námskeiði læra þátttakendur að ákvarða hvað væntanlegir nemendur – markhópur námstilboðsins – þarf að ná valdi á. Stundum þarf markhópurinn að auka þekkingu sína, stundum snýst málið um að tryggja ákveðna hæfni, eða að breyta viðhorfum. Stundum þarf að skipuleggja námskeið, eða lengra nám, í sumum tilfellum passar best að bjóða upp á óformlegt verkstæði, eða vefnám, sjálfsnám, það gæti jafnvel verið nóg að útbúa kennsluefni eða leiðbeiningar um það hvernig tiltekin verk eru unnin…

Nákvæm forvinna í formi þarfagreiningar getur hjálpað stjórnendum, verkefnastjórum og kennurum að ákvarða hvað fólk í markhópnum þarf og hvernig er best að veita þeim það.

Námskeiðið er opið bæði nemendum við háskólann og almenningi sem uppfyllir skilyrði um nám á meistarastigi, sjá nánar hjá Endurmenntun Háskóla Íslands vegna þess.

Einnig í boði á haustmisseri 2013:
Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra

Skildu eftir svar