Your site
27. júlí, 2024 08:13

Verklegar æfingar (laboratory work, practical work)

Verklegar æfingar (laboratory work, practical work))

Aðferð: Verklegar æfingar

Flokkur: Verklegar æfingar

Tilgangur við kennslu:

o        Skapa náms andrúmsloft (upphaf)

o        Vekja áhuga

o        Úrvinnsla námsefnis

o        Efla leikni

o        Heimfæra að þekktum aðstæðum og laga að raunaðstæðum

o        Kanna þekkingu – meta nám

o        Enda námskeið

Virkni nemenda Nauðsynleg hjálpargögn og tæki 
Sjálfstæðir og virkir
x Virkir
Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími 
Nemendur Taka við Fjöldi þátttakenda Lágmark lágmark
Nemendur Óvirkir

 

Markmið aðferðarinnar

Að þjálfa nemendur í ýmsum verklegum vinnubrögðum og kenna þeim þá leikni (observational skills) sem til þarf í viðkomandi námsskeiði.

Lýsing

Verklegar æfingar skipta máli í mörgum námskeiðum eða greinum.

Getur slík kennsla tekið á sig ýmsar myndir og getur hún farið fram víða. Stundum er slík kennsla einstaklingskennsla og jafnvel þannig að nemandi er einn með kennara sínum. En eins er hún skipulögð með hópvinnusniði.

Byggir verkleg kennsla á því að blanda saman ýmsum kennsluaðferðum og beita þeim með markvissum hætti til að vekja áhuga nemenda.

Dæmi um slíkt væri: vettvangsathuganir, þrautalausnir, innlifunaraðferðir, tjáning, hópverkefni og sjálfstæð viðfangsefni, auk verklegra æfinga.

Yfirleitt hefst verkleg kennsla á því að verkefni er ,,lagt inn“, eins og það er oft kallað, með kynningu af hálfu kennarans eða með sýnikennslu. síðan fá nemendur viðfangsefni sem þeir bera undir kennara eftir því sem verkefninu miðar.

Til þess að verkleg kennsla skili góðum árangri þarf að hafa í huga að:

– Verklegir þættir þurfa að tengjast við aðra námsþætti. Nemendum þarf því að vera ljós markmiðin með verklegu æfingunum sem og hvernig það tengist fræðilegri undirstöðu og hins vegar hagnýtum viðfangsefnum. Slíkt fæst með umræðum.

– Verkleg kennsla reynir á kennararnn sem fyrirmynd.

Kennarar eru fyrirmynd í allri sinni kennslu. En ef einhver aðferð reynir meira á kennara en önnur er það verkleg kennsla. Fyrirmyndin felst í vinnubrögðum, aðferðum og umgengni en einnig hvað varðar viðhorf til viðfangsefnisins. Eins má nefna hugtakanotkun, málfar, skilning og smekkvísi.

– Skipulag umhverfisins fyrir veklega þjálfun ræður miklu um það hvernig til tekst.

Vinnustaðurinn skiptir miklu máli. Má nefna uppröðun borða, skipulag á vinnustaðnum, lýsingu og uppsettningu á áhöldum sem dæmi. Eins skipta leiðbeiningar og skýringarmyndir máli.

Markvissar, skriflegar leiðbeiningar t.d. á veggspjöldum, vinnuspjöldum eða í aðgengilegum möppum, geta auðveldað nemendum vinnuna.

– Kennarinn veður að skapa góðan vinnuanda

Vinnuandinn við verklega kennslu skiptir miklu máli. Kennarinn þarf að sýna einlægan áhuga á viðfangsefninu, nemendum og úrlausnarefninu.

Eins þarf kennarinn að sýna að hann sé boðinn og búinn að aðstoða nemendur sína.

Viðmót kennarans skiptir miklu máli.

– Viðfangsefni þurfa að vera áhugaverð og markvisst valin

– Endurgjöf þarf að vera markviss og stöðug

Kennarar þurfa að láta stöðugt í ljós mat sitt á úrlausnum nemenda. Jafnvægi þarf því að vera milli hróss, hvatningar og uppörvunar. Eins þarf að vera til staðar uppbyggileg gagnrýni.

Gott er að byrja á að hrósa fyrir það sem gott er en að víkja síðan að því sem betur má fara.

Dæmi um jákvæða leiðsögn væri: gott gæti verið að…. o.s.frv. 🙂

Að nota myndbandsupptökur í verklegri kennslu skapa nýja möguleika. Það getur verið gagnlegt fyrir nemendur að taka þátt í að útbúa myndbandsupptökur og eða vinna þær sjálfir frá grunni.

dæmi:

kynning á námskeiði

Verkstæði, vinnustofur, vinnustaðir.

Vinnubrögð stig af stigi.

Hreyfingar (dans, íþróttir).

Viðtöl við sérfræðinga.

Sýningar, smíðagripir.

Upptökur af nemendum að störfum. Hægt að nota þær í endurgjöf sem hluta af sýnimöppu (portfolio), til að sýna hvernig vinnubrögðin hafa þróast.

Með upptökum verður mat traustara þar sem ekki þarf að byggja á minnispunktum því þá er hægt að meta myndrænt og því auðveldara að sýna nemendum hvar þeim tekst vel til og hvar þarf að laga.

 

Heimildir

Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Að mörgu er að hyggja. Handbók um undirbúning kennslu. Reykjavík: Æskan.

Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Æskan

Skildu eftir svar