Your site
19. apríl, 2024 15:50

Punktaspurning

Photo 13-03-15 10 07 29

Punktaspurningar er aðferð til þess að fá viðbrögð frá hópi, þar sem meðlimir hópsins tjá sig með staðsetningu sjálflímandi punkts á blað.

Þessa aðferð er gott að nota þegar þú vilt fá fólk til að velja á milli nokkurra möguleika, eða kanna viðhorf til málefnis eða umræðuefnis.  Aðferðin hefur einnig þann kost að vera nálægt því að vera leynileg kosning ef hún er rétt framkvæmd.

Svona gerir þú:

Skráðu spurninguna á töflu (eða á kort sem þú festir á töfluna)  Komdu fyrir blaði sem þátttakendur eiga að setja sjálflímandi miðann á og merktu greinilega hvar þau eiga að setja límmiðann til að tjá viðhorf sín.

 • Skráðu spurninguna á töfluna.  Spurningarnar þurfa að vera nákvæmar, beindu þeim beint að hópnum, hafðu þær svo opnar að allir geti svarað þeim.
 • Spurðu spurningarinnar.  Útskýrðu hana, þannig að þátttakendur skilja hverju þeir eiga að svara.  Án þess þó að orðlengja um hana.
 • Því næst úthlutar þú sjálflímandi miðum.
 • Biddu þátttakendur um að svara spurningunni með sjálfum sér, ákveða hvar þeir vilja setja punktinn og síðan:
 • Þegar allir hafa ákveðið sig biddu þá um að standa allir upp í einu og koma saman upp að töflunni og setja punktinn, allir eða margir í einu, á þann stað sem þeir höfðu ákveðið.
  (Þrátt fyrir að fólk geti séð hvar aðrir setja punktinn, þá taka ekki allir eftir því í þvögunni, þannig að viðhorf annarra verða ekki svo mjög mikilvæg fyrr en hópurinn fer að túlka niðurstöðuna.  Ef þú óttast samt að hópþrýstingur hafi áhrif á niðurstöðuna gætir þú beðið þátttakendur um að skrifa svarið á límmiðann. Þú safnar þeim svo saman og límir þá sjálfur á rétta staði.)
 • Þegar þátttakendur eru sestir biður þú þá um að túlka niðurstöðuna.
  Þú skalt aldrei nota punktaspurningar án þess að ræða um niðurstöðuna á eftir. Svörin skráir þú snyrtilega mið stikkorðum á töfluna.  Þú mátt alls ekki taka sjálf/ur virkan þátt í túlkunarferlinu þínar skoðanir eiga ekki að hafa áhrif á túlkun þeirra. Passaðu einnig uppá að bregðast ekki við því sem fólk segir, láttu orð þeirra bara standa eins og þau koma.  Með því að bregðast við því sem fólk segir getur þú hindrað aðra í að segja það sem þeim býr í brjósti.

Gagnlegar spurningar gætu verið:

 • Hvernig túlkið þið niðurstöðuna
 • Hvað liggur að baki vali ykkar / þínu
 • Vill einhver segja okkur hvað hann vildi tjá með sínum punkti

Punktaspurningar nýtast við öll tækifæri þegar maður vill skapa gagnsæi um eitthvað sem tengist námskeiðinu eða innihaldið þess.

 • Skapa forvitni um innihald námskeiðsins i upphafi
 • Skapa yfirlit yfir þekkingu þátttakenda þegar námskeiðiðið er að byrja
 • Fá viðbrögð eða skapa umræður um álitamál í námsefninu eða fyrirkomulagi námskeiðsins
 • Meta námskeiðið: Annað hvort í miðjunni – nota þá spurningar sem tengjast því hvernig gengur, hvað sé gott og hvað þurfi að bæta eða í lok þess: hverslu sáttir þátttakendur eru með námskeiðið í lok þess og jafnve að hversu miklu leiti þeim finnst þeir hafi náð markmiðum þess…

(Þessi aðferð er hluti af stærri aðferð sem heitir Miðlunaraðferðin, eða “Die Moderations Methode, og er notuð við fundarhöld, og kennslu eða alls staðar þar sem fólk er að vinna saman.)

Sæktu nánarileiðbeiningar á PDF formi

Skildu eftir svar