Your site
24. apríl, 2024 08:12

Dæmisögur

Tilgangur

Að vekja áhuga

Heimfæra að þekktum aðstæðum og laga að raunaðstæðum

Virkni nemenda

Nemendur taka við

Markmið

Markmið aðferðarinnar er að útskýra hvernig hlutir sem verið er að kenna virka í raun og veru.  Fólk lærir á mismunandi hátt og sumir læra betur af dæmisögum en að læra einungis aðferðir og tækni.

Lýsing

Til að nota dæmisögur er best að finna dæmi um það hvernig námsþættir hafa virkað eða hafa ekki virkað í raunverulegum aðstæðum. Best er finna sögurnar í gagnagrunnum með slíkum sögum en það er mun einfaldara en að skálda þær upp. Kennarinn þarf að vera vel kunnugur efninu, tilbúinn með spurning fyrirfram og vera búinn að búa þig undir það hvar nemendur geta lent í vandræðum með söguna.  Þá er gott að hafa í huga hverjir nemendurnir eru og hvernig hægt er á áhrifaríkan hátt að tengja þá við söguna til að gera hana enn áhrifaríkri.

Þegar þetta er notað markvisst í kennslu er gott að nota eftirfarandi skref:

1. Gefið nemendum tíma tilað lesa og hugsa um söguna. Ef sagan er löng getur þetta verið heimaverkefni með spurningum

2. Kynntu söguna lauslega og kynntu fyrir nemendum hvernig þú vilt að þeir nálgist hana, þið beðið nemendur að greina hana í einhverjum hlutum eða að greina einstaka þætti innan sögunnar.

3. Búðu til umræðuhópa og fylgstu með því að allir séu að taka þátt í umræðunum. Hópnum er skipt í minni hópa til þess auka líkurnar á að allir taki þátt í umræðunum. Hóparnir geta annað hvort allir fengið sama verkefnið hvað varðar greiningu eða hóparnir geta fengið þau verkefni að greina mismunandi þætti sögunnar.

4. Hóparnir kynna sínar niðurstöður á einhvern vissan hátt

5. Kennari spyr nemendur út í þeirra niðurstöður til að dýpka umræðurnar enn frekar

6. Draga saman í lokin þannig að nemendur fái yfirsýn yfir það sem þeir hafa lært.

 

 

Skildu eftir svar