Tvenndarvinna
Kennsluaðferð – Tvenndarvinna
Markmið
Markmiðið með tvenndarvinnu er að fá þátttakendur til að vinna saman, leiðbeina hver öðrum og láta leiðbeina sér. Að þátttakendur læri að gagnrýna á uppbyggilega hátt og læri að taka agnrýni frá öðrum. Markmiðið er einnig að þátttakendur læri einnig viðfangsefnið og nái góðum tökum á því með því að leiðbeina og aðstoða aðra.
Lýsing
Þátttakendur fá kennslu í ákveðnu viðfangsefni frá kennara síðan hefst tvenndarvinnan.
- Kennari skiptir nemendum í tveggja til þriggja manna hópa.
- Einn er athugandinn (observer) og einn til tveir eru gerendur (doer).
- Kennarinn úthlutar viðfangsefnum og athugandinn hefur hjá sér lausnir.
- Kennarinn lætur athugenda vita að hann eigi að leiðbeina á jákvæðan hátt, láta vita ef rétt er gert og einnig ef farið er ranga leið.
- Gerendur reyna að leysa viðfangsefnin og athugandi fylgist með og kemur með athugasemdir.
- Athugandi og gerandi skipta síðan reglulega um hlutverk.
- Kennari gengur á milli og fylgist með og leiðbeinir ef þarf.
Athugasemdir
Þessi aðferð er góð leið til að brjóta upp kennslu, æfa þátttakendur í því að vinna saman. Hægt er að nota hana við margvísleg viðfangsefni bæði bókleg og verkleg. Gott að nota til að láta þátttakendur kynnast á uppbyggilegan hátt
Heimildir
Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Litróf kennsluaðferðanna. Æskan.
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.