Your site
11. september, 2024 13:19

Tvenndarvinna

Kennsluaðferð – Tvenndarvinna

 

Markmið

Markmiðið með tvenndarvinnu er að fá þátttakendur til að vinna saman, leiðbeina hver öðrum og láta leiðbeina sér. Að þátttakendur læri að gagnrýna á uppbyggilega hátt og læri að taka agnrýni frá öðrum. Markmiðið er einnig að þátttakendur læri einnig viðfangsefnið og nái góðum tökum á því með því að leiðbeina og aðstoða aðra.

Lýsing

Þátttakendur fá kennslu í ákveðnu viðfangsefni frá kennara síðan hefst tvenndarvinnan.

  1. Kennari skiptir nemendum í tveggja til þriggja manna hópa.
  2. Einn er athugandinn (observer) og einn til tveir eru gerendur (doer).
  3. Kennarinn úthlutar viðfangsefnum og athugandinn hefur hjá sér lausnir.
  4. Kennarinn lætur athugenda vita að hann eigi að leiðbeina á jákvæðan hátt, láta vita ef rétt er gert og einnig ef farið er ranga leið.
  5. Gerendur reyna að leysa viðfangsefnin og athugandi fylgist með og kemur með athugasemdir.
  6. Athugandi og gerandi skipta síðan reglulega um hlutverk.
  7. Kennari gengur á milli og fylgist með og leiðbeinir ef þarf.

Athugasemdir

Þessi aðferð er góð leið til að brjóta upp kennslu, æfa þátttakendur í því að vinna saman. Hægt er að nota hana við margvísleg viðfangsefni bæði bókleg og verkleg. Gott að nota til að láta þátttakendur kynnast á uppbyggilegan hátt

Heimildir

Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Litróf kennsluaðferðanna. Æskan.

 

 

Skildu eftir svar