Your site
13. apríl, 2024 05:51

Sociometry

Þessi aðferð myndi flokkast sem kveikja ( undirflokkur: að höfða til reynslu þátttakenda) í kennslustund. Kveikjur flokkast ekki undir ákveðinn flokk kennsluaðferða innan t.d. flokkun Ingvars Sigurgeirssonar. Ef sociometry er notuð á þann hátt að fá þátttakendur til þess að tengja fyrri reynslu sína við viðfangsefni námskeiðsins þá er hægt að tengja það við flokkun Blooms á kennsluaðferðum sem kalla fram greiningu (e. analysis),nýmyndun (e. synthesis) and mat (e. evaluation). Ég set inn hér tengil í heimasíðu Instituion of Education University of London á netinu, þar sem fjallað er um hvernig hægt er að flokka kveikjur, líkt og þessari, í flokkunarkerfi Bloom:

http://dera.ioe.ac.uk/5668/2/bd4ba685563fcd91f0f1f97eb1afa5e7.pdf
Allt áhugavert varðandi kveikjur en skoðið  sérstaklega bls. 4-6.

Í grein Müller (1990), í þýðingu Hróbjarts Árnasonar, fjallar hann um hvernig kennarar skýra val og notkun aðferða og þar minnist hann á hvernig reynsla þátttakenda er dregin inni í námskeiðið. Með því að nota sociometry aðferðina þá erum við m.a. að spyrja um og biðja þátttakendur að íhuga að sinni reynslu í tengslum við viðfangsefni námskeiðsins og getur þannig dýpkað skilning þeirra á viðfangsefninu og tengt betur við þeirra eigin reynsluheim.

Þessi aðferð er að mestu leyti byggð á upplifun minni á aðferðinni í kennslu hjá Björgu Árnadóttur

Skildu eftir svar