Kanna væntingar
Markmið aðferðarinnar
Markmið þessarar aðferðar er að kanna væntingar þátttakenda til námskeiðsins, að byrja að hrista hópinn saman og kanna forþekkingu þáttttakenda.
Aðferðin virkar ákaflega vel til að hrista saman hópnum eða „brjóta ísinn“. Þar að auki hjálpar hún kennara að átta sig á þekkingu þátttakenda á viðfangsefninu. Væntingar þátttakenda gefa til kynna hversu vel þátttakendur þekkja efnið, þeim mun markvissari spurningar og væntingar þeirra eru, þeim mun meiri líkur eru á að þeir þekki til efnisins. Þannig er hægt að kanna forþekkingu þáttttakenda án þess að láta þá þurfa að afhjúpa þekkingu sína. Með þessu móti
Lýsing
Kennari dreifir blaði sem er skipt í þrennt með þremur fullyrðingum:
Smelltu hér til að sækja svona eyðublað
- Kennarinn biður þátttakendur um að fylla út blaðið, hver fyrir sig, nota c.a. 4-5 mínútur til þess
- Þátttakendur fá næði til að skrifa.
- Þegar flestir eru búnir biður kennarinn þátttakendur um að bera saman bækur sínar við sessunaut sinn, eða í 3-4. manna hópum) í um 5-10 mínútur til viðbótar.
- Þátttakendur fá næði til að ræða saman í hópum.
- Á meðan þátttakendur ræða saman útbýr kennarinn þrjú flettitöflublöð, eða hugarkort til að safna væntingum.
- Þegar hópoarnir eru búnir að ræða saman biður hann/hún þátttakendur að deila með hópnum það sem kom fram í umræðunum.
- Kennarinn skrifar svörin upp svo til orðrétt annað hvort á flettitöflublöð, töflu, eða hugarkort, eina spurningu í einu.
- Þegar hver spurning fyrir sig er búin hefur kennarinn tækifæri til að semja við nemendur og ræða við þá um hvort það verði hægt að mæta væntingunum og hvaða þátt þeir eiga í því að ná markmiðum þess og væntingum þeirra.
Dæmi um Flettitöflublöð sem hafa verið fyllt út með nemendum
Svona getur niðurstaðan litið út ef maður notar hugarkort:
Athugasemdir
Þessi aðferð virkar mjög vel sem „ísbrjótur“. Á þennan hátt byrja þátttakendur að hugsa um námskeiðið hver fyrir sig, og skrifa á blað. Svo tala þeir við lítinn hóp um það sem stendur á blaðinu…. þeir eru byrjaðir að tala saman – allir hafa talað um sjálfa sig og um námskeiðið við einhvern. Að lokum eru svo til allir fengnir til að tala yfir hópinn. Þeir eiga núna lítinn 3-4 manna bakhóp í námskeiðinu og hafa talað yfir allan hópinn. Þannig verður auðveldara að taka virkan þátt í kennslunni eftir það.
Kennarinn hefur fengið gott yfirlit yfir það hvar hópurinn stendur þekkingarlega, því væntingar þeirra gefa til kynna þekkingu og reynslu þeirra.
Að lokum hefur kennarinn sýnt nemendum að hann hefur áhuga á að hjálpa þeim að læra eitthvað sem þeim finnst gagnlegt. Hann ætlar ekki að troða því sem hann er búinn að skipuleggja upp á þátttakendurna, heldur hefur lagt lokahönd á skipulag námskeiðsins í samvinnu við nemendur. Þeir eiga hluta að máli. Þetta námskeið verður að minnsta kosti að einvherju leiti í samræmi við þeirra væntingar.
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.