Your site
13. apríl, 2024 06:50

Allt – brotið niður -allt

Kennslan er ætluð til að miðla upplýsingum og er einnig sýnikennsla en það er gert ráð fyrir að nemendur fái svo að reyna sig inn á milli og öðlast þannig þá færni sem verið er að vinna með.

Markmið aðferðarinnar er að brjóta niður færni í smærri einingar á meðan verið er að öðlast færnina.  Með því að brjóta niður og æfa færina í styttri einingum er námið auðveldað og ekki þarf að hugsa um jafn marga þætti þegar hafist er handa.

Aðferðin felur það í sér að brjóta námsefnið (færnina) niður í smærri viðráðanlegri hluta. Kennari sem ætlar að kenna einhverja færni byrjar á því að fara í gegnum allt ferli þess sem læra á.  Að því loknu fer hann  nánar í hluta færninnar í skrefum og nemendur fá að æfa sig á þessu hlutum hverjum fyrir sig. Þegar nemendur hafa svo fengið að æfa sig á hverju skrefi fyrir sig setja þeir saman þessa þætti til að ná heildarfærninni.

Kostir þess að byrja á að sýna heildarmyndina áður en farið er í að brjóta niður kennsluna er að nemendur sjá markmiðið með hverjum þætti fyrir sig.

Skildu eftir svar