Your site
16. september, 2024 03:25

Mural leiðbeiningar

Mural er frábært verkfæri fyrir hópa sem sitja ekki saman í sama herbergi til að vinna saman að alls konar hóppavinnu, hugmyndavinnu, skipulagningu og hönnun. 

Mural er samvinnusvæðið okkar þegar við erum á fundum.

Þar vinnið þið t.d. saman í hópum og birtið niðurstöður hópavinnunnar.

Mural virkar eins og stórt svæði þar sem við getum fest upp og skrifað á „gula miða“ .. og ýmislegt annað

Leiðbeiningar fyrir Mural: 

Svona opnar þú Mural svæðið:

  1. Smelltu á tenglinum fyrir Mural svæðið
  2. Þá opnast innskráningargluggi
  3. Skrifaðu nafnið þitt í reitinn „Your name“ og
  4. smelltu svo a „Enter as a visitor“ ==> Sá möguleiki gæti verið lítill og litt áberandi…
    Það er nóg, Það er ENGIN ástæða að skrá netfangið.

Smelltu á myndina af fingri á svörtu svæði (Track Pad) 

Til þess að kerfið skilji þig almennilega er gott að gefa til kynna hvort þú notar mús eða „Touchpad“ / „Trackpad“ mottu á lyklaborðinu til að færa músarbendilinn til

Í hægra horninu neðst má sjá þessa áhaldastiku. Smelltu á puttan við svarta reitinn:

Þá opnast þessi gluggi:

Hér velur þú stillinguna sem á við Mús eða Trackpad mode.

Með músinni notar þú hjólið til að skruna inn og út og heldur og dregur til að færa fram og til baka

Með Trackpad klemmir þú sundur og saman með puttunum til að stækka og minnka og notar tvo putta til að færa til hliðar

Gangi þér vel

Skildu eftir svar