Your site
14. júlí, 2024 06:45

Fullorðinsfræðsla á norðurlöndunum

Könnun mín á Norrænni löggjöf um fullorðinsfræðslu leiðir í ljós fjóra þræði:

 • Almenn lög um skóla (grunnskóla og framhaldssóla) með sérstaka kafla um fullorðna og fullorðna með fötlun eða sérþarfir í námi
 • Sérstök lög um fullorðinsfræðslu
 • Sérstök lög um útlendinga og innlimun innflytjenda í samfélagið m.a. Um tungumálakennslu – ýmsar útgáfur
 • Sérstök lög um vinnutengt nám fullorðinna (DK) og styrki til þess náms

Fyrstu niðurstöður mínar:

Eins og á Íslandi er aðaláhersla á að fjármagna fullorðinsfræðslu sem hefur þann tilgang að styrkja hæfileika fólks sem stendur höllum fæti í samfélaginu vegna lágs menntunarstigs, fötlunar eða tungumáls.

Markmið laganna vísa til þekktra „norrænna gilda“ eins og ævináms, frelsis, lýðræðis, virkrar þátttöku í samfélaginu og hugmynda um að ríkinu beri skylda til að styðja borgarana til að geti verið ábyrgir, sjálfstýrðir og virkir í samfélagi samtímans. Samfélagi sem í dag markast af hraðri tæknivæðingu allra sviða lífsins, hnattvæðingu viðskipta og menningarstrauma og fólksflutninga. Sem sagt norræn pólitík notar menntun og þá menntakerfið til að jafna stöðu og möguleika borgaranna.

Framboð

Flest norðurlöndin fela sveitarfélögum að axla ábyrgð á fullorðinsfræðslunni, sérstaklega þeirri sem snýr að fólki sem hefur ekki námslok á framhaldskólastigi. Þó eru ólík form á framboðinu í Svíþjóð er það KOMVUX – skólastofnanir á vegum sveitarfélaga sem bjóða fullorðinsfræðslu á grunnskóla og framhaldsskólastigi, en stofnanirnar geta þó keypt kennslu frá einkaaðilum. Danir eru með skóla í sveitarfélögunum sem bera nafnið VUC (voksenuddannelsescentre) Þar er boðið upp á

Í Noregi eru það líka sveitarfélögin sem bjóða upp á svipaða fræðslu.

Raunfærnimat

Lögin taka flest líka til raunfærnimats og staðfesta lögin rétt fólks á að fá raunfærni sína metna inn í nám, eða á grunnskólastigi að hæfnin sé metin á annan hátt, eftir aðstæðum.

Þátttaka

Greiningar á sérstöðu norræna menntakerfisins og fullorðinsfræðslu sérstaklega, benda til þess að almenn þátttaka fullorðinna í skipulagðri fræðslu sé meiri en í flestum öðrum ríkjum OECD. En á norðurlöndum er þó sama mynstrið, að markhópur laga um fullorðinsfræðslu sækir þó minnst í hana.

Vandinn er að einmitt þessir hópar sækja minnst í þau tilboð sem í boði eru. Þátttaka í skipulagðri fræðslu á fullorðinsárum er að sjálfasögðu flókið mál, en innlendar og erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að slæm fyrri reynsla af skólasókn fælir marga frá skipulögðum fræðslutilboðum á fullorðinsárum, skuldbindingar fullorðinsáranna s.s. Álag og tímaskortur vinna og fjölskylda vega þungt.

Gildin að baki lögunum

Mannúðleg gildi sem hafa ríkt í menntakerfum norrænu landanna mæta nú orðið í auknum mæli hagrænum gildum, sem tengjast þörfum vinnumarkaðarins fyrir hæfni á vinnumarkaðnum. Framlag EU, OECD og ILO til menntaumræðunnar sem hefur aðallega snúist um menntun sem leið til að stuðla að nauðsynlegri hæfni á vinnumarkaði, og hefur haft mikil áhrif á umræðu um menntamál undanfarna áratugi hefur leitt til aukinnar áherslu fullorðinsfræðslunnar á hæfni fyrir vinnumarkaðinn. Þetta hefur gerst á kostnað breiðari gilda um almenna menntun eins og Grundvig og fleiri norrænir menntafrömuðir lögðu áherslu á og UNESCO hefur gert í sínum stefnuplöggum um menntun almennt og fullorðinsfræðslu sérstaklega. Norðurlöndin hafa þó viðhaldið þessum gildum bæði í lögum og reglum þar sem má finna rými fyrir „opna“, „almenna“, „menningarlega“ menntun. Slík menntun er gjarnan kölluð „Folksbildnung“ „Folkeoplysning“ eða á finnsku „opin menntun“. En nýlegar rannsóknir og greiningar á norðurlöndunum og Þýskalandi og viðar, sýna að tilvist slíkra fræðslutilboða á einmitt þátt í að viðhalda lýðræðislegum gildum í samfélaginu og hafa oftar en ekki reynst leið aftur í nám einmitt fyrir fólk sem tilheyrir markhópum fullorðinsfræðslunnar sem þó hafa síður tekið þátt.

Sem sagt:

Norrænu lögin um fullorðinsfræðslu sem ég skoðaði hafa jöfnuð að markmiði, þjálfun til ævimenntunar og lýðræðsleg gildi og þátttöku allra í samfélaginu.

Þessum markmiðum er mætt með fræðslustarfsemi sem er á ábyrgð sveitarfélaganna (þó það virðist vera umræða í Svíðþjóð um að koma ábyrðginni yfir á ríkið, til að jafna stöðu borgaranna)

 • Sveitarfélög bjóða fullorðnum sem hafa ekki lokið framhaldskólanámi upp á fræðslu við sitt hæfi á grunnskóla og framhaldskólastigi á mörgum formum jafnvel fjarnámi.
 • Námið á að laga að þörfum og óskum einstaklinga
 • Námsmenn með sérþarfir t.d. vegna fötlunar eða annarra hindrana eiga rétt á námi á þessum skólastigum við sit hæfi
 • Innflytjendum er hjálpað að verða hluti af samfélaginu með tungumálakennslu og samfélagsfræðslu. Oft eru námstilboðin í tengslum við núverandi eða væntanlega atvinnu og fer því fram í samvinnu skólastofnana og vinnuveitenda
 • Öll hin norðurlöndin bjóða upp á sterkt menntakerfi fyrir alls konar opna, lyðræðislega og menningarlega fræðslu og hafa ýmsar leiðir til að styðja fjárhagslega við slíka vinnu.
 • Þá er heilmikil fræðslustarfsemi í tengslum við atvinnuleit og s.k. Umskólun í öllum löndunum
 • Danir amk. Styðja vel, bæði með lögum og fjárstyrkjum við endurmenntun í tengslum við atvinnulífið.

Nánar

Skildu eftir svar