Your site
21. nóvember, 2024 06:23

Stefnumörkun í fullorðinsfræðslu á Íslandi

Þriðja vefstofan í röðinni „Hvert stefnir fullorðinsfræðslan?“ fer fram þriðjudaginn 11. október kl. 13:00 – 14:00.

Vefstofuröðin fer fram meðal annars vegna þeirrar vinnu sem framundan er við endurskoðun framhaldsfræðslukerfisins.

Þess vegna bjóða Háskóli Íslands, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ásamt Félags- og atvinnumálaráðuneytisins upp á þessa vefstofuröð saman. Eftir að hafa kasta netunum vítt… og kynnst alþjóðlegum og evrópskum stefnum horfum við okkur nær og skoðum íslenska stefnumótun þegar kemur að fræðslu fullorðinna. Við höfum fengið Jón Torfa Jónasson til að eiga við okkur samtal um þessi mál.

Jón Torfi Jónasson er prófessor emerítus við Háskóla Íslands. Hann hefur um árabil fylgst náið með og rannsakað menntakerfi, sérstaklega íslenskt menntakerfi frá mörgum og ólíkum sjónarhornum. Hann hefur skrifað margar mikilvægar skýrslur og greinar um símenntun á Íslandi og þannig gefið góða yfirsýn yfir vettvanginn.

Á næstu vefstofu í röðinni um stefnu í fullorðinsfræðslu ætlar Jón Torfi að ræða við okkur um stefnumörkun í fullorðinsfræðslu á Íslandi. Hann mun gefa okkur innsýn i þróun stefnumörkunarinnar og hvaða áhrifaþættir hafa haft mikil áhrif á stefnu íslenskra stjórnavalda þegar kemur að fræðslu fullorðinna.

Við munum einnig spyrja Jón Torfa um samfélagslega þróun sem honum sýnist að muni hafa áhrif á framboð og eftirspurn eftir námstilboðum fyrir fullorðna á næstu árum og hvernig gæti verið gagnlegt að skipuleggja, markaðssetja og fjármagna fræðslu fyrir fullorðna.

Upptaka frá vefstofunni

Gagnlegt efni

Stefna birtist skýrast í fjárlögum. Hér eru nýjustu skjölin:

Þessi vefstofa er sú þriðja í röð vefstofa um stefnu í fullorðinsfræðslu

Sjá yfirlit yfir vefstofurnar:

Sjá einnig atburð á FaceBook

1 response to Stefnumörkun í fullorðinsfræðslu á Íslandi

  1. Sæl öll og takk fyrir áhugaverðar umræður í gær. Ég er hugsi yfir því sem mér fannst Jón Torfi vera að segja bæði í lokin og einnig áður; að við þurfum að ræða okkur til niðurstöðu um stefnuna í menntun fullorðinna og að þá væri best að byrja þrengra en gert var í gær. Ég hef eins og sennilega flestir þeir sem voru á fundinum í gær sterkar skoðanir á því hvert við eigum að stefna á þessu sviði og hef talað fyrir þeim við ýmis tækfæri en finnst að hafi ekki náð eyrum annarra. Ég hefi einnig heyrt marga aðara tala um sínar áherslu og sýn. Margt af því finnst mér gott svo sem frá bæði Hauki og Jóni Torfa en umræðan nær ekkert lengra og stoppar við það að hverjum finnst sinn fugl fagur. Finnum leið til að ræða málið til sameiginlegrar niðurstöðu.
    Eyjólfur Guðmundsson áhugamaður um menntun fullorðinna

Skildu eftir svar