Hvert stefnir fullorðinsfræðslan?
Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins og Háskóli Íslands ásamt Félags- og vinnumarkaðsráðuneytiu bjóða til vefstofuraðar um stefnu í fullorðinsfræðslu.
Framundan er endurskoðun löggjafar um framhaldsfræðslu. Í því tilefni er boðið upp á stutta röð vefstofa þar sem boðið verður upp á viðtal við sérfræðinga um stefnu á sviði fullorðinsfræðslu. Um er að ræða alþjóðlegar stefnur, evrópskar stefnur og íslenskar stefnur um fullorðinsfræðslu. Vefstofuröðin endar síðan með umfjöllun um hvernig stefna i fullorðinsfræðslu geti stutt við skapandi ferli í fræðslu.
Dagskrá vefstofuraðarinnar (Hver vefstofa stendur yfir i 60 mínútur)
fim 29.september kl. 11:00: Global policies on adult education Glenda Quintini frá OECD
þri 4.október kl. 13:00: European policies on adult education: Professor Ellen Boeren (University og Glasgow, Scotland)
þri 11.október kl. 13:00: Stefnumörkun í fullorðinsfræðslu á Íslandi : Jón Torfi Jónasson fyrrv. prófessor
þri 18.október kl. 13:00: The role of creativity in adult education and how policy can foster for creative practices: Stephan Vincent-Lancrin OECD
Næstkomandi fimmtudag 29. september kl. 11:00 ríður Glenda Quintini frá OECD á vaðið:
Glenda Quintini er yfirhagfræðingur hjá OECD og hefur yfirumsjón með vinnu stofnunarinnar um hæfni á vinnumarkaði og félagsmál. Hún leiðir teymi hagfræðinga sem skoðar hvernig færniþarfir á vinnumarkaði eru að breytast og hvernig megi finna skilvirk viðbrögð við þeim í stefnumótun, einkum á sviði fullorðinsfræðslu og vinnustaðanáms. Teymi Glendu leggur einnig sitt af mörkum til útfærslu, frekari þróunar og greiningar PIAAC könnunar OECD og stjórnar nú þróun verkfæra fyrir atvinnurekendur til að greina færnibil. Verkefni á ábyrgð Glendu fela í sér bæði landssértækar greiningar og samanburðarransóknir sem ná til bæði landa innan OECD og til þróunarlanda. Sem hluta af rannsóknaráætluninni um færni hefur Glenda lagt mikla áherslu á breyttar þarfir vinnumarkaðarins fyrir færni, misræmi í færni, beitingu færni í starfi og tengingar þess við vinnutengt nám.
Á vefstofunni mun Glenda vera til viðræðu og gefa þátttakendum yfirsýn yfir þróun alþjóðlegrar stefnumótunar um fullorðinsfræðslu og hvernig þær hafa haft áhrif á stefnu einstakra landa. Sömuleiðis mun hún fræða okkur um áhrif stefnumótunar á fræðslustarfsemi í einstökum löndum og útkomu fullorðinsfræðslunnar almennt. Hún mun koma inn á hvernig stefnur um fullorðinsfræðslu ávarpa samfélagslegar áskoranir og hvaða verkfæri í stefnum um fullorðinsfræðslu hafi reynst vel.
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið | Frae.is | Nám fullorðinna namfullordinna.is |
Sæktu auglýsinguna sem pdf skjal. Hengdu hana upp á kaffistofunni
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.