Your site
26. desember, 2024 11:36

Diplómanám: Umsóknarfrestur til 5. júní

Diplóma í uppeldis og menntunarfræði, með áherslu á nám fullorðinna

Menntavísindasvið Háskóla Íslands býður upp á gagnlega leið í starfsþróun fyrir fólk sem vinnur við það að styðja við nám fullorðinna og vill auka öryggi sitt í starfi, skilja betur það sem býr að baki starfinu og kunna aðferðir sem leiða til árangurs.

Um er að ræða 60 eininga diplómanám samhliða starfi. Námið er með blönduðu sniði, þannig að þátttakendur geta bæði hist í húsnæði skólans og/eða á vefnum. Vefur námskeiðsins er þó alltaf „heimili“ námskeiðsins og miðja. Í námsleiðinni eru tvö 10 eininga námskeið sem mynda kjarna námsins, annað leggur hugmyndafræðilegan grunn undir námið og starfið, hitt styður fólk í því að þjálfa upp hagnýt vinnubrögð við það að skipuleggja nám fyrir fullorðna og framkvæma það. Næstu námskeið taka öll fyrir afmarkað svið starfsins með fullorðnum námsmönnum, þau má iðulega tengja beint inn í daglegt starf. Verkefni sem þátttakendur vinna á námskeiðunum eru iðulega beintengd verkefnum í starfi. Í sumum tilfellum geta þátttakendur fengið aðra af námskeiðinu með sér í lið við að vinna að tilteknum þróunarverkefnum á sínum starfsstað.

Skyldunámskeiðin eru tvö sem leggja grunninn að náminu:

Fjögur starfstengd námskeið – um afmarkað verkefni fullorðinsfræðara: bundið val

Eitt til tvö námskeið með áherslu á hagnýta hæfni. Nemandi safnar saman þremur stuttum (yfirleitt 2ja daga) námskeiðum til að ljúka einu 5 eininga námskeiði. Mögulegt er að taka eitt eða tvö slík námskeið:

10-20 einingar valnámskeið valin af lista og í samráði við formann kjörsviðsins

Umsóknarfrestur í diplómanámið er til 5. júní.

Öll þessi námskeið má líka taka eitt og eitt án þess að sækja sérstaklega um Diplómanám eða Meistaranám, með því að nýta sér „Opin námskeið við menntavísindasvið

Kynning á netinu 25. maí kl. 9:15 í Zoom (Smelltu hér til að opna fundarherbergið)

Skildu eftir svar