Your site
19. apríl, 2024 16:08

Design Thinking / Hönnunarsmiðjur í skipulagi og kennslu

26 -27 apríl 2021 kl. 9-15 með góðum hléum

Kennarar: Tryggvi Brian Thayer og Hróbjartur Árnason

Þetta námskeið er hluti af námskeiðinu Gagnvirk og eflandi menntun.
Smelltu hér til að sækja nánari upplysingar  

Design Thinking…. Er aðferð sem upprunalega kemur frá bræðrunum Kevin og David Kelly sem reka saman hönnunarfyrirtækið Ideo. Þeir voru oft spurðir um það hvernig þeir vinni með samstarfsfólki sínu að því að hanna nýjar lausnir fyrir alls konar samhengi.

Það sem er skemmtilegt við þessa nálgun er að hún nýtist mjög vel við það að hanna nám en einnig við það að kenna. Þannig að með því að hafa gott vald á þessari aðferð getur þú leitt vinnu þína, eða hóps, við að skipuleggja alls konar atburði, nám, eða þjónustu en einnig nýtt hana til að leið vinnu nemenda í sínu eigin námi.

Á þessu tveggja daga námskeiði sem fer fram alfarið á netinu (trúlega) kynna þátttakendur sér aðferðina og prófa hana og upplifa með því að taka þátt í hönnunarverkstæði. Þeir sem taka námskeiðið til einkunnar vinna síðan stutt verkefni þar sem þeir nýta aðferðina við að leysa tiltekið mál og skrifa stutta skýrslu um ferlið.

Það eru aðeins örfá sæti laus. Námskeiðið er ókeypis aðeins í þetta skipti. Fyrstir koma fyrstir fá.

Nánari upplýsingar: hrobjartur@hi.is

Skildu eftir svar