Your site
3. desember, 2024 17:28

Hvað kemur út úr kófinu? Nýbreytni og hagnýt amboð í fjarkennslu meistaranema.

18. nóvember bauð Fastanefnd Menntavísindasviðs um meistaranám til vefstofu um reynslu nemenda af fjarnámi á tímum COVID-19 og um verkfæri sem geta aukið virkni þátttakenda í fundum og kennslustundum í gegnum fjarfundakerfi.

Dagskrá:

Fjallað var um reynslu nemenda af fjarnámi og kennslu og um leiðir til að gera fjarnám áhugavert og lifandi. 

  1. Meistaraneminn Kolbrún Lára Kjartansdóttir og Sóley Arna Friðriksdóttir fulltrúi nemenda í sviðsráði segja frá upplifun sinni af fjarnámi á síðustu mánuðum
  2. Hróbjartur Árnason og Bettý Kristjánsdóttir kynna amboð  (Mural og Mindmeister) sem stuðla að samvinnu og kynna hópvinnuaðferðir til að virkja nemendur.

Kolbrún Lára Kjartansdóttir og Sóley Arna Friðriksdóttir

Upptaka frá innleggi Kolbrúnar og Sóleyar með umræðum:

Mural – stýrðar umræður með töflu

Kynning Hróbjarts og Bettýar samanstóð fyrst og fremst af sýnikennslu eða með því að leyfa þátttakendum að prófa verkfærin sjálf eins og þau nota þau í kennslu.

Útskýringar á þessum verkfærum með slóðum í ítarefni má sjá í annarri færslu. Smelltu hér til að opna leiðbeiningarnar.

Hróbjartur Árnason og Hildur Betty Kristjánsdóttir

Hér er inngangurinn að fyrri hluta vinnunnar. Þátttakendum er boðið að prófa að vinna í hópum að stýrðum umræðum með aðstoð Mural

Upptaka frá kynningunni:

Þegar þessari stuttu kynninigu lauk unnu þátttakendur í hópum, hver hópur í sérstöku „herbergi“ í Zoom, fjarfundakerfinu. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðu hópavinnunnar, um er að ræða Muraltöflu sem er greipt eða ívafin í vefsíðuna/bloggfærsluna. Með því að smella á myndinni opnar þú töfluna í öðrum flipa og getur breytt innihaldinu:

Ræðum saman um fjarkennsluna by hrobjartur

You will be able to edit this mural.

Umræður um upplifun þátttakenda af hópavinnu í Mural

Hópavinna með hugarkortum

Næst prófuðu þátttakendur að vinna í hópum með hugarkortum.

  • Þátttakendur voru fyrst beðnir um að svara einni spurningu skriflega hver fyrir sig.
  • Ræða svörin sín síðan í hópum og skrá sameiginleg svör sín á hugarkortið.
  • Þá er hugmyndin að flokka svörin í samvinnu við alla þátttakendur.

Hér er dæmi um slíkt kort sem hver sem er getur breytt:

Þegar þátttakendur voru búnir að vinna saman voru þeir kallaðir saman í sameiginlegt rými til umræðna, fyrst um innihaldslega niðurstöðu en svo um það hvernig má nota hugarkort í hópavinnu.

Upptaka frá umræðum eftir að þátttakendur höfðu unnið saman með hugarkortin:

Á fundinum kynntum við tvö verkfæri sem má nota þátttakendum á námskeiðum og fundum á netinu. Þessi tvö kerfi voru valin sem dæmi, en það er til nokkur fjöldi svipaðra þjónusta sem gera svipað gagn. Aðal málið er að bjóða þátttakendum upp á verkfæri þar sem allir geta unnið samtímis í sama skjali og þannig tekið virkan þátt í að búa til niðurstöður hópavinnunnar.

Nákvæmari lýsingu á því hvernig má nota þessar þjónustur og fleiri á fjarfundum með nemendum má sjá í sérstakri færslu á vef kjörsviðsins „Nám Fullorðinna“. (Smelltu hér til að opna færsluna)

Skildu eftir svar