Þátttaka í skipulagðri fræðslu

okt 8 2019 in , by Hróbjartur Árnason

Hvers vegna koma þau… og hvers vegna koma þau …EKKI, það er stóra spurningin!!!

Ef við vissum hvers vegna fólk tekur þátt í skipulögðu námi; námskeiðum, námi við skóla, verkstæðum, ráðstefnum, vefnámskeiðum o.s.frv. væri auðveldara fyrir okkur sem vinnum við það að skipuleggja, bjóða uppá og kenna á alls konar atburðum sem hafa þann tilgang að hjálpa fólki að læra nýtt, þjálfa færni eða breyta viðhorfum sínum. Þá væri mun auðveldara að skipuleggja atburðina og kynna þannig að þeir mæti þörfum markhópsins sem við sinnum.

Trúlega er það þess vegna sem þessar spurningar eru svo miðlægar í rannsóknum á námi fullorðinna.

Hvað vitum við?

Frá því að Johnstone og Riviera birtu sína stóru rannsókn á þátttöku í Bandaríkjunum 1965 hafa reglulega verið birtar stórar rannsóknarskýrslur beggja vegna Atlantsála. Í flestum vestrænum ríkjum eru gefnar út tölur árlega um þátttöku í skipulögðu námi.

 

 

Lesefni: