Your site
21. desember, 2024 13:41

Þátttaka í skipulagðri fræðslu

Hvers vegna koma þau… og hvers vegna koma þau …ekki, það er stóra spurningin!!!

Ef við vissum hvers vegna fólk tekur þátt í skipulögðum námstilboðum: Námskeiðum, námi við skóla, verkstæðum, ráðstefnum, vefnámskeiðum o.s.frv. væri auðveldara fyrir okkur sem vinnum við það að skipuleggja, bjóða uppá og kenna á alls konar fræðsluatburðum, þá væri mun auðveldara að skipuleggja atburðina og kynna þannig að þeir mæti þörfum markhópsins sem við sinnum.

Trúlega er það þess vegna sem þessar spurningar eru svo miðlægar í rannsóknum á námi fullorðinna.

Frá því að Johnstone og Riviera birtu sína stóru rannsókn á þátttöku í Bandaríkjunum 1965 hafa reglulega verið birtar stórar rannsóknarskýrslur beggja vegna Atlantsála. Rannsóknargreinarnar eru ótal margar og skoða þær þátttöku fullorðinna í skipulögðum námsferlum frá mörgum sjónarhornum. Í flestum vestrænum ríkjum eru gefnar út tölur árlega um þátttöku í skipulögðu námi, þannig að þær gefa grunn að samanburði í gegnum tíðina. Dæmi um notkun á slíkum gögnum má finna í grein í Gátt frá 2010:

Jón Torfi Jónasson og Andrea Gerður Dofadóttir greindu Vinnumarkaðsgögn hagstofunnar frá árinu 2003 og skrifuðu um það skýrslu og grein í Gátt.

Árið 2010 skrifaði ég grein með tveimur nemendum mínum um þátttöku, í skipulögu námi: Hvers vegna koma þau ekki? Sem birtist í ársriti Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins: Gátt. Þær skrifuðu hvor sína meistararitgerðina um efnið og stutta grein í Gátt sama ár.

  • Sjá kynningu okkar Höllu og Svövu á niðurstöðum rannsóknar okkar:

    Prezi sýningin:

Meira lesefni:

Annað efni

Skildu eftir svar