Your site
21. janúar, 2025 12:30

Virkjaðu þátttakendurna

Þegar hópur af fullorðnu fólki kemur saman til þess að fræðast eða vinna saman sem hópur, hvort sem er í símenntunarmiðstöð, háskóla, á málþingi, námskeiði í vinnunni, á nefndarfundi eða jafnvel á foreldrafundi í skóla, er ekki gefið að það takist að skapa þannig vinnuanda í hópnum að þátttakendur nái að verða virkir.  Mörg atriði spila saman til að stuðla að… og hindra samvinnuna.

Úr ranni fullorðinsfræðslunnar má finna viðhorf og aðferðir sem gagnast vel til þess að hjálpa fólki að komast yfir byrjunarerfiðleikana sem eru fólgnir í því að vera á nýjum stað í nýjum hóp og síðan að komast af stað við samvinnuna.  Því jafnvel þótt fólk sé vant félagsmálum og stjórni jafnvel sjálft oft umræðum, þekkist það að sé ekki búið til viðeigandi umhverfi sem stuðlar að námi og samvinnu, þá sitja hinir fullorðnu samstarfsmenn og stíga ekki skrefið sem þarf til þess að þeir nái að mynda eðlileg tengsl við aðra þátttakendur og samvinnan verði gagnleg fyrir alla.

Ég hef safnað saman gagnlegum hugmyndum og aðferðum í lítið hefti sem þróast og breytist með árunum.
Náðu í nýjustu útgáfuna hér:

Skildu eftir svar