Your site
22. janúar, 2025 00:28

Spurnaraðferð

 

Spurnaraðferð

Aðferð: Spurnaraðferð (e. questioning strategies)       

Flokkur: Umræðu og spurnaraðferðir (Ingvar Sigurðsson, 2013).

Tilgangur við kennslu:

  • Vekja til umhugsunar
  • Úrvinnsla námsefnis, að einhverju leiti
  • Upprifjun og minnisþjálfun, að einhverju leiti
  • Þjálfa rökhugsun
  • Tilbreyting – losa upp
  • Heimfæra að þekktum aðstæðum og laga að raunaðstæðum
  • Kanna þekkingu – meta nám, að einhverju leiti
  • Kenna nemendum að tjá sig
  • Æfa nemendur í að rökræða við aðra
  • Æfa nemendur í að taka tillit til annarra
Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Á ekki við
X Sjálfstæðir og virkir
X Virkir
X Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími

 

20-40 mín
X Nemendur taka við Fjöldi þátttakenda Lágmark Hámark
  Nemendur óvirkir 2 8

 

Markmið aðferðarinnar

Kennari spyr þátttakendur spurninga með markvissum hætti til þess að skapa umræður í hópnum. Tilgangur þeirra er að efla skilning þátttakenda á einhverju ákveðnu viðfangsefni, fá fram ólíkar hugmyndir, rök og hvetja þátttakendur til að draga eigin ályktanir (Ingvar Sigurgeirsson, 1999). Að auki á aðferðin að vekja þátttakendur til umhugsunar, þjálfa rökhugsun þeirra, kenna þeim að tjá sig og æfa þá í að rökræða og taka tillit til annarra (Ingvar Sigurgeirsson, 2013). Markmið kennara er að auki að virkja sem flesta nemendur í umræðunum (Ingvar Sigurgeirsson, 1999).

 

Lýsing

Kennari varpar fram nokkrum lykilspurningum, í fyrirfram ákveðinni röð. Hér er gengið ákveðið til verks og spurningarnar eru yfirleitt þannig að fyrst er byrjað á opnum spurningum sem verða síðan smám saman markvissari. Oft er byrjað á spurningum sem hjálpa þátttakendum við að safna saman ólíkum hugmyndum eða kveikja áhuga. Síðan koma spurningar sem hjálpa þátttakendum við að vega og meta það sem fram hefur komið og að lokum koma spurningar sem hjálpa þátttakendum við að draga niðurstöður saman. Gott er að hefja þetta ferli á því að kennari varpar fram spurningu um eitthvert atriði og þátttakendur segja allt sem þeim dettur í hug, aðferð sem stundum er kölluð þankahríð (e. brain storming) (Ingvar Sigurgeirsson, 2013).

Í grein Tofade, Elsner og Haines (2013) er mælst til þess að kennarar tileinki sér sókratesíska spurnaraðferð (e. Socratic method of questioning) en með því að nota hana er kennari að styðja nemendur í opnum umræðum þar sem ólík sjónarhorn eru borin saman. Þannig komast nemendur sjálfir að niðurstöðu, með því að hugsa sjálfir um hlutina, í stað þess að kennarinn kynni þeim hana beint. Til að kennari geti orðið góður í sókratesískum spurnaraðferðum þarf hann að vera leikinn í þrennskonar spurnarflokkum.

Fyrsti flokkur spurninga eru skýrandi spurningar (e. exploratory questioning), en þær eru notaðar til að komast að því hversu mikið þátttakendur vita um það málefni sem verið er að ræða. Annar flokkur spurninga eru spurningar sem komið er upp með á staðnum (e. spontaneous questions), en þær eru til dæmis notaðar til þess að fá þátttakendur til að útskýra frekar það sem þeir eru að segja eða til að leiða þá að ólíkri niðurstöðu en komin er upp. Þriðji og síðasti flokkur spurninga eru hnitmiðaðar spurningar (e. focused questioning), en þær þrengja umræðuefni niður að því sem kennarinn vill að þátttakendur ræði um.

Mikilvægt er að spurningar séu vel orðaðar og skýrar til að þátttakendur skilji þær vel (Tofade, Elsner og Haines, 2013).

 

 

 

Heimildir

Ingvar Sigurgeirsson. (1999). Að mörgu er að hyggja. Reykjavík: Æskan.

Ingvar Sigurgeirsson. (2013). Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Iðnú.

Tofade, T., Elsner, J. og Haines, S. T. (2013). Best practice strategies for effective use of questions as a teaching tool. American journal of pharmaceutical education, 77(7), grein 155. doi: 10.5688/ajpe777155

 

Skildu eftir svar