Your site
19. mars, 2024 11:30

Samræðuaðferð

Discussion

Aðferð: Samræðuaðferð

Flokkur: Samkvæmt flokkunar kerfi Ingvars Sigurgeirssonar (2013) flokkast hlutverkaleikir undir flokkin: Umræðu- og spurnaraðferðir

Tilgangur við kennslu:

  • Skapa náms andrúmsloft á öllum stigum kennslunar
  • Vekja áhuga
  • Úrvinnsla námsefnis
  • Upprifjun og minnisþjálfun
  • Efla leikni
  • Tilbreyting – slökun – losa upp
  • Heimfæra að þekktum aðstæðum og laga að raunaðstæðum
  • Kanna þekkingu – meta nám

 

 

Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Ákveðið viðfangsefni, rólegt og þægilegt umhverfi.
X Sjálfstæðir og virkir
X Virkir
X Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími

 

10 mínútur
X Nemendur taka við Fjöldi þátttakenda Lágmark Hágmark
  Nemendur óvirkir 2 6 (Svo kennari hafi betri yfirsýn yfir umræðurnar og geti stýrt þeim í rétta átt ef þess þarf)

 

Markmið aðferðarinnar

Markmið aðferðarinnar er að vekja nemendur til umhugsunar um viðfangsefni tímans, þjálfa rökhugsun þeirra. Nemendur velta fyrir sér spurningum og ígrunda það efni sem hefur verið fjallað um. Nemendur koma skoðunum og hugmyndum sínum á framfæri ásamt því að færa rök fyrir svörum sínum. Jafnframt er mikilvægt að borin sé virðing fyrir skoðunum annarra og hlustað sé á þær (Ingvar Sigurgeirsson, 2013).

Lýsing

Samræðuaðferð felur í sér stýrðri umræðu sem gerast í kjölfar einhverrar kveikju hjá kennaranum, kveikjan getur verið til dæmis myndbrot. Samræðuaðferð er í fjórum áföngum (Ingvar Sigurgeirsson, 2013).

  1. Upphaf
    1. Kveikja kennara
    2. Opnar spurningar líkt og;
      1. Hvað finnst ykkur?
      2. Um hvað hugsið þið?
    3. Reglur og útskýringar
      1. Þetta á við ef einstaklingar eru ekki vanir umræðum, en þarna er minnt á mikilvægi þess að hlusta á það sem aðrir eru að segja.
    4. Könnun málsins
      1. Kennari kemur nemendum til umhugsunar og fær þá til að ígrunda og deila skoðnum sínum.
      2. Nemendur hlusta á aðra og skoða út frá öðrum sjónarhornum
    5. Niðurlag
      1. Í lok umræðu skal taka niðurstöðurnar saman og tengja þær við það sem kemur næst hvort sem það er til dæmis annað verkefni eða fyrirlestur.

Afhverju að nota samræðuaðferð í fullorðinsfræðslu?

Að nota samræðuaðferð í fullorðinsfræðslu getur verið góð kennsluaðferð þar sem nemendur þar sem hún eykur virkni nemenda og tekur tillit til þeirra reynslu og sjónarmiða. Hún eflir nemendur í að rökstyðja skoðanir sínar sem og að koma hugmyndum sínum á framfæri (Müller, 1990).

Athugasemdir

Nemendur gætu afvegaleiðst út í annað í umræðunni því er mikilvægt að kennari fylgist vel með þróunn hennar og stýri henni þá í rétta átt aftur. Nemendur geta verið feimnir og eiga því erfitt með að taka þátt ef ekki nægilegt traust hefur myndast í hópnum eða ef andrúmsloftið er ekki nægilega gott.

Heimildir

Ingvar Sigurgeirsson. (2013). Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Iðnú

Müller, K. R. (1990). Methodik. Praxis Hilfen, gefið út af Grundlagen der Weiterbildung e.V., Neu wie d 1990. Teil 7.40.10 Þýtt og endursagt Hróbjartur Árnason 2016.

Skildu eftir svar