Your site
13. apríl, 2024 07:15

Gagnvirkir smáfyrirlestrar

Gagnvirkir smáfyrirlestrar

Aðferð: Gagnvirkir smáfyrirlestrar (e. interactive minilectures)

Flokkur: Útlistunarkennsla (Ingvar Sigurgeirsson, 2013).

Tilgangur við kennslu, samkvæmt Ingvari Sigurgeirssyni (2013):

  • Vekja áhuga
  • Miðla upplýsingum – kenna nýja þekkingu eða færni
  • Efla skilning
  • Vekja til umhugsunar
  • Fræða
Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Nemendur þurfa að hafa eitthvað til að skrifa hjá sér (blað og penna, tölvu), kennari þarf að hafa sýnilega punkta til stuðnings
X Taka virkan þátt
X Fylgjast með
X Nemendur taka við upplýsingum Tími

 

Í mesta lagi 15 mínútur
X Skrá hjá sér Fjöldi þátttakenda Lágmark Hámark
X Hugsa um það sem sagt er 1 Á ekki við

 

Markmið aðferðarinnar:

Markmið smáfyrirlestra er að fræða nemendur, miðla upplýsingum og útskýra þær, efla skilning nemenda á umfjöllunarefnin og vekja þá til umhugsunar. Kennari miðlar þekkingu til nemenda, fer skipulega yfir atriði og þau koma fram í röklegu samhengi og eru útskýrð eitt af öðru (Ingvar Sigurgeirsson, 2013).

 

Lýsing

Smáfyrirlestrar eru yfirleitt ekki lengri en 15-20 mínútur og gott er að byrja þá á því að reyna að fanga athygli áheyrenda, til dæmis með því að spyrja spurninga sem síðan verður leitast við að svara í fyrirlestrinum, segja sögu sem ýtir undir áhuga þátttakenda eða sýna fram á nauðsyn þess að þátttakendur fylgist vel með. Þannig reynir fyrirlesari að tengja umfjöllunarefni fyrirlestursins við reynsluheim þátttakenda. (Ingvar Sigurgeirsson, 2013; United Nations environment programme).

Þó nokkur dæmi um aðferðir til að gera fyrirlestra gagnvirka er að finna á heimasíðu háskólans í Saint Louis í Bandaríkjunum. Eitt dæmi um slíkt er til dæmis að biðja nemendur um að hlýða á fyrirlesturinn án þess að skrifa nokkuð hjá sér. Eftir að honum er lokið eru nemendur beðnir um að skrifa niður allt sem þeir muna með áherslu á að aðalatriðin komi fram. Til þess fá þeir 5 mínútur, en að þeim loknum setjast nemendur saman í hópa og bera saman bækur sínar. Önnur aðferð er sú að á um það bil 15 mínútna fresti sé fyrirlestur stoppaður og nemendur beðnir um að taka sér 1-2 mínútur til að skrifa niður punkta og/eða spyrja að því sem er að vefjast fyrir þeim. Hægt er að nota þessar pásur í umræður, til að fara yfir það sem fram hefur komið eða annað sem kennari telur að sé gagnlegt. Þriðja dæmi um aðferð til að gera fyrirlestur gagnvirkan er að stutt könnun er útbúin þar sem þátttakendur vinna úr því sem fram hefur komið. Niðurstöðurnar úr könnuninni er svo hægt að nota í grunn að umræðum og yfirferð.

Við upphaf fyrirlestur er gott fyrir leiðbeinendur að biðja þátttakendur um að spyrja að öllu því sem þeim dettur í hug eða koma með athugasemdir á meðan á fyrirlestri stendur. Næst er gott að kynna þá punkta sem farið verður yfir í fyrirlestrinum. Öll uppsetning á gögnum skal vera skýr og aðgengileg. Gott er að nota myndir og töflur, ef það á við, til að hjálpa þátttakendum að halda athyglinni. Leiðbeinendur ættu að hafa í huga að halda augnsambandi við þátttakendur og að reyna svara öllum spurningum eftir bestu getu (Ingvar Sigurgeirsson, 2013; United nations environment programme).

Mikilvægt er að hafa í huga að ætli sér ekki að fara yfir of mikið efni og að nota ekki flókið orðalag (Ingvar Sigurgeirsson, 2013).

 

Afbrigði

Í stað þess að kennari miðli þekkingu til þátttakenda getur hann rætt ákveðið vandamál, kynnt ólíkar lausnir á því og rætt kosti þeirra og galla. Í lok fyrirlestursins kemst hann svo að rökstuddri niðurstöðu. Þá gæti kennari einnig verið að kynna markmið eða reglu, týnt til rök sem styðja mál hans og bent á leiðir til að framfylgja þeim (Ingvar Sigurgeirsson, 2003).

Heimildir

Ingvar Sigurgeirsson. (2013). Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Iðnú.

United nations environment programme. Interactive mini-lectures. Sótt af http://www.unep.org/ieacp/iea/training/guide/default.aspx?id=1194

University of Saint Louis. Interactive Lecturing Strategies. Sótt af http://www.slu.edu/blogs/cttl/files/2012/11/Interactive-Lecture-Chart.pdf

Skildu eftir svar