Your site
22. janúar, 2025 00:26

Lausnaleitarnám (e. Problem-Based Learning)

Lausnaleitarnám (e. Problem-Based Learning)

Aðferð: Lausnaleitarnám http://www.pbl.is/index.htm

Flokkur: Leitaraðferðir

Tilgangur við kennslu:

  • Skapa gagnrýnið námsumhverfi (upphaf)
  • Vekja áhuga á námsefni
  • Miðla upplýsingum – kenna nýja þekkingu eða færni
  • Úrvinnsla námsefnis
  • Minnisþjálfun – festa námsefnið í minni
  • Efla leikni nemanda
  • Breyta til og brjóta upp hefðbundar kennsluaðferðir
  • Finna lausn á vandamálum að svör við spurningum
  • Auka sjálfstæði í vinnubrögðum
  • hópvinna
Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Námsefni sem kennt er hverju sinni. Leita svara við spurningu, vandamáli eða athugun – Ipad, tölvur, ýmiss konar uppflettirit, snjallsímar o.fl.
x Sjálfstæðir og virkir
x Virkir
x Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími

 

40 mín eða lengri – horfa þarf til þess hvers eðlis verkefnið er.
Nemendur taka við Fjöldi þátttakenda Lágmark Hámark
Nemendur Óvirkir Getur nýst við einstaklingsvinnu og hópvinnu.

5-8 í hóp

Fer eftir eðli verkefnis

Markmið aðferðarinnar
Markmið lausnaleitarnáms er að virkja nemendur, efla þá í fræðilegum vinnubrögðum, rökhugsun og vekja þá til umhugsunar um viðfangsefni. Aðferðin miðar að því að auka sjálfstæði í námi og vinnubrögðum og búa nemendur undir að takast á við og leysa flókin vandamál eða viðfangsefni.

Lýsing

Lausnaleitarnám (e. Problem-Based Learning) byggist á því að nemendur fá í hendur raunveruleg vandamál sem þeir eiga að leggja sig fram um að linna lausn á. Viðfangsefnin eru oft leyst í hópvinnu undir leiðsögn kennara. Segja má að með lausnaleitaraðferðum sé verið að líkja eftir vinnubrögðum vísindamanna. Byrjað er á því að skilgreina rannsóknarefnið sem oft er vandamál eða spurning. Að því loknu setja nemendur fram tilgátur um lausnir og í framhaldinu er farið í þekkingarleit og rýnt í heimildir, gerðar kannanir eða tilraunir svo eitthvað sé nefnt. Síðan er unnið úr gögnunum og ályktanir dregnar af niðurstöðum. Stundum vakna svo fleiri spurningar í kjölfarið. Hlutverk kennara í þessu ferli er mismunandi. Þannig er kennarinn ekki einungis leiðbeinandi heldur aðstoðar nemendur og hvetur áfram á náminu. Lausnaleitarnám þjálfar nemendur í gagnrýnni og agaðri hugsun og þeir öðlast æfingu í að afla sér og nýta viðeigandi námsleiðir og upplýsingar. Aðferðin eflir jafnframt frumkvæði og samstarfshæfni

Leitarnám ýtir undir forvitni nemenda og hvetur þá til gagnrýninnar hugsunar. Aðferðir þess eru fjölbreyttar en allar eiga þær það sameiginlegt að fylgja fimm grunnþáttum vísindalegrar aðferðar:

  • Rannsóknarefni og spurning
  • Tilgáta og hugmyndir
  • Könnun og gagnasöfnun
  • Greining og úrvinnsla gagna
  • Ályktanir og niðurstöður

Með því að nota leitaraðferðir fá nemendur tækifæri til að auka þekkingu sína á áhugasviði sínu og að vinna sjálfstætt. Eins má segja að með því að nýta þessa aðferð er verið að koma til móts við einstaklinginn svo og að þjálfa nemendur í að leita sér upplýsinga í sívaxandi, hnattrænu samfélagi.

Hvers vegna lausnaleitarnám fyrir fullorðna námsmenn?

Oft eru fullorðnir námsmenn að bæta við sig menntun í starfi með því að fara út í nám á fullorðinsárum en lausnaleitarnám stuðlar að sjálfstæði í námi og þjálfar þá í að takast á við vandamál og finna ásættanlegar lausnir. Reynsla af slíku vinnuferli hlýtur að nýtast nemendum vel þegar þeir þurfa að leysa sambærileg vandamál, til dæmis á vinnustað að námi loknu. Segja má að aðferðin henti jafnframt vel með fullorðnum nemendahópum þar sem hún tekur mið af fyrri reynslu og þekkingu nemenda. Þá gerir hún kennsluna líflegri og fjölbreyttari og jafnvel meira í líkingu við starfsvettvang þann sem nemendur munu starfa á eftir að námi lýkur.

Afbrigði

Efnis- og heimildakönnun er afbrigði af leitaraðferð. Hún byggir á því nemandinn fær eða velur sér ákveðið viðfangsefni sem hann síðan aflar sér upplýsinga um. Ef verkefnið er umfangsmikið er mikilvægt að nemandinn, í samráði við kennarann, afmarki efnið og búi sér til tímaramma eða verkáætlun. Að því loknu leggur hann af stað í heimildaöflun þar sem hann leitar til dæmis fanga í fræðiritum, á netinu, með vettvangsathugunum, tilraunum, könnunum, eða viðtölum verkefninu sínu til framdráttar. Þegar nemandinn hefur síðan lokið verkefninu skilar hann því til kennara og oft á því formi sem kennari og nemandi koma sé saman um

Athugasemdir

Viðfangsefni sem nemendur fást við með lausnaleitanámi þarf að vera ögrandi og spennandi til að nemandi finni löngun til að takast á við það. Eins er gott að hafa í huga að það tengist áhugasviði viðkomandi.

 

Heimildir

Ingvar Sigurgeirsson (1999). Að mörgu er að hyggja. Handbók um undirbúning kennslu. [3. útgáfa]. Reykjavík: Æskan.

Ingvar Sigurgeirsson. (1999). Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Æskan.

Kennsluaðferðavefurinn. (2011). Upplýsingabanki um kennslufræði, einkum kennsluaðferðir og námsmat. Sótt af https://notendur.hi.is/ingvars/kennsluadferdir/kennsluadferdirnar.htm

Sigrún Björk Cortes, Björgvin Ívar Guðbrandsson, Margrét Hugadóttir og Torfi Hjartarson.

(2016) Skapandi skóli. Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun. Kópavogur: Menntamálastofnun.

Þórunn Óskarsdóttir. (2013). Lausnaleitarnám. Sótt af http://www.pbl.is/master/index.htm

 

Skildu eftir svar