Your site
11. september, 2024 13:14

Komið til móts við fjölbreytileika

Komið til móts við fjölbreytileika

Fullorðinsfræðsla fyrir innflytjendur og samþætting

http://netla.hi.is/menntakvika2010/024.pdf

Unnur Dís Skaptadóttir og Helga Ólafsdóttir

Ráðstefnurit Netlu – Menntakvika 2010. Blaðsíðufjöldi 16.

Menntavísindasvið Háskóla Íslands

 

Inngangur

Ég valdi að skrifa um greinina Komið til móts við fjölbreytileikan. Greinin var birt í Ráðstefnuriti Netlu – Menntakviku 2010. Höfundar þessarar greinar eru þær Unnur Dís Skaptadóttir prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands og Helga Ólafsdóttir meistaramemi í mannfræði við Háskóla Íslands. Efni greinarinnar er byggt á rannsóknum sem höfundar gerðu á árunum 2002 til 2010. Í rannsóknum Unnar Dísar Skaptadóttur komu námskeið og þá sérstaklega íslenskunám fram sem mikilvæg þemu í greiningu og í rannsókn Helgu Ólafsdóttur er horft sérstaklega til samþættingarferla og fræðslu fullorðinna innflytjenda. Rannsóknirnar voru unnar á árunum 2002 til 2010. http://netla.hi.is/menntakvika2010/024.pdf

Unnur Dís Skaptadóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi frá The Graduate School and University Center of the City University of New York árið 1995. Hún hefur skrifað fjölda greina um innflytjendur og aðstæður þeirra, haldið fyrirlestra ásamt því að kenna við Háskóla Íslands. Hér má sjá ritaskrá Unnar Dísar Skaptadóttur https://ugla.hi.is/pub/hi/simaskra/ritaskra/a9e27a0cdaf9.pdf

Helga Ólafsdóttir er MA í blaða- og fréttamennsku og doktorsnemi í félagsfræðum við Háskóla Íslands.

Rannsóknargrein

Í greininni er fjallað um fullorðinsfræðslu fyrir innflytjendur og hlutverk hennar í aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi. Sjónum er sérstaklega beint að samþættingarferlum og hvaða hlutverki fræðsla gegnir í því að veita fólki aðild og auðvelda þátttöku þess í samfélaginu.

Rannsóknarspurningar og markmið þeirra

Rannsóknarspurningarnar eru eftirtaldar:

  1. hverskonar námskeið eru í boði?
  2. hverjar eru væntingar og reynsla námskeiðshaldara og þátttakenda á námskeiðunum til námsframboðs?
  3. hvaða strauma má greina í stefnu stjórnvalda, framboði námskeiða og framkvæmd þeirra varðandi samþættingu og mögulega aðild innflytjenda að samfélaginu sem virkir þátttakendur?

Markmiðið með þessari rannsókn er að sýna hvernig mótun fjölmenningarlegs samfélags með samþættingu á sér stað á Íslandi.

Aðferðafræðin

Höfundar beittu etnografískri rannsóknaraðferð mannfræðinnar til að ná fram heildrænni sýn á viðfangsefnið. Eitt af helstu einkennum þeirrar aðferðar er að rannsakendur taka þátt í lífi þeirra sem rannsaka á. Þeir hlusta og taka þátt í lífi fólks, eftir því sem hægt er og tækifæri gefast til. Það er algengt að etnógrafískar aðferðir byggist á samblandi af ólíkum aðferðum. Þessi rannsókn byggist á þátttökuathugunum, stefnugreiningu, formlegum og óformlegum viðtölum og greiningu á ýmsum upplýsingum í bæklingum og á Internetinu. Höfundar lögðu sérstaka áherslu á að skoða á heildrænan hátt samþættingarferli í tengslum við þátttöku og aðild fullorðinna innflytjenda á Íslandi. Efni greinarinnar er byggt á rannsóknum sem höfundar gerðu á árunum 2002 til 2010. Höfundar tóku formleg viðtöl við 19 einstaklinga sem sáu um og kenndu á námskeiðum og 63 innflytjendur sem sóttu þessi námskeið.

Niðurstöður

Fyrsta rannsóknarspurningin var hverskonar námskeið eru í boði? Þar vísa höfundar í námskrá í íslensku fyrir innflytjendur þar sem tekið er fram að nemendur skuli hafa öðlast undirstöðuþekkingu í venjum og siðum í íslensku samfélagi (Menntamálaráðuneyti, 2008). https://www.menntamalaraduneyti.is/media/MRN-pdf-namskrar/namskra_i_islensku_fyrir_utlendinga_framhald.pdf

Höfundar greinarinnar telja að samfélagsfræðsla fyrir innflytjendur sé af skornum skammti en meiri áhersla sé lögð á íslenskukennslu og vinnumarkaðsmál, þrátt fyrir að stjórnvöld viðurkenni ábyrgð sína á fræðslu og menntun. Þeir sem kenna íslensku á innflytjendanámskeiðum eru t.d. menntaðir kennarar, íslenskufræðingar og fólk með háskólagráður en leiðbeinendur sem hafa íslensku sem annað tungumál hafa litla formlega menntun. Höfundar greinarinnar færa rök fyrir því að erfitt sé að halda utan um innihald námskeiða og kennslu vegna þess fjölda ólíkra einstaklinga sem að þeim málum koma. Þær telja einnig að framboð námskeiða sé fjölbreytt og mikið í boði en það sé tilviljanakennt og erfitt að skipuleggja fram í tíman vegna óvissu um fjármagn. Þær segja að seint og ómarkvisst hafi verið brugðist við þörfinni fyrir námskeið vegna mikillar aukningar innflytjenda og margir og ólíkir aðilar og stofnanir komi að þeirri kennslu sem innflytjendum býðst. Lítið framboð sé á endurmenntun eða tómstundastarfi fyrir fullorðna innflytjendur sem ekki hafa næga íslenskukunnáttu. Þá benda höfundar greinarinnar á að ef ætlunin sé að fylgja stefnumörkun stjórnvalda um jafna möguleika allra til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu þarf að tryggja að rétta fræðslan sé í boði.

Stefna stjórnvalda um aðlögun innflytjenda var fyrst sett fram 2007 og þar er tilgangur stefnunnar sagður vera „að tryggja sem best að allir njóti jafnra tækifæra og verði virkir þátttakendur í samfélaginu á sem flestum sviðum mannlífs“. Í stefnunni er lögð áhersla á íslenskt mál og kunnáttu í íslenskri tungu sem sögð er vera lykillinn að aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi. Íslenskukennsla og önnur fræðsla fyrir innflytjendur er byggð á styrkveitingum samkvæmt stefnu stjórnvalda. Það gerir það að verkum að margir geta verið að bjóða upp á námskeið og kennslu fyrir innflytjendur. Það veldur því hins vegar að það er óljóst hver er ábyrgur fyrir því að námskeið eða kennsla sé við hæfi.

Önnur rannsóknarspurningin var, hverjar eru væntingar og reynsla námskeiðshaldara og þátttakenda á námskeiðunum til námsframboðs? Þeir sem kenna íslensku á innflytjendanámskeiðum eru t.d. menntaðir kennarar, íslenskufræðingar og fólk með háskólagráður en leiðbeinendur sem hafa íslensku sem annað tungumál hafa litla formlega menntun. Greinarhöfundar sögðu kennara leggja áherslu á fjölbreyttar kennsluaðferðir en það var merkjanlegt áhugaleysi fyrir aðferðum og kennsluefni annara kennara. Það er misjafnt eftir námskeiðshöldum hver áherslan er í kennslunni. Þær skoðuðu námsefnið og það var allt frá eyðufyllingardæmum, kennslu í tölvunotkun, hagnýt samfélagsfræðsla til kennslu um hátíðis- og frídaga o.fl.

Þær skoðuðu líka þá innflytjendur sem byrjuðu en hættu áður en námskeiði lauk vegna ýmissa ástæðna. Fólkið nefndi t.d. lítinn tími vegna mikillar vinnu og sumir hættu við vegna þess að þeim þótti hópurinn vera of stór. Aðrir nefndu að hópurinn hefði verið of blandaður, bæði menntaðir og lítt eða ekkert menntaðir. Yngri menn töldu sig ekki þurfa að læra íslensku þar sem þeir notuðu ensku í vinnu og sitt móðurmál heima fyrir. Síðan fannst sumum mámið ekki vera nógu markvisst. Eldri innflytjendur töluðu um að þeir treystu sér ekki á námskeið og margir töluðu um of mikinn kostnað.

Að lokum er þriðja rannsóknarspurningin svohljóðandi, hvaða strauma má greina í stefnu stjórnvalda, framboði námskeiða og framkvæmd þeirra varðandi samþættingu og mögulega aðild innflytjenda að samfélaginu sem virkir þátttakendur?

Sem svar við því benda höfundar á að hugmyndir um samþættingu hafi komið fram í tengslum við baráttu minnihlutahópa á áttunda áratugnum. Og þá sem gagnrýni á hugmyndir fyrri tíma um einsleita menningu þjóðríkja. Þær hugmyndir fólu í sér ákveðið umburðarlyndi gagnvart margbreytileika innan og meðal þjóðanna. Með hugtakinu samþætting segja höfundar að reynt sé að ná utan um þær breytingar sem eigi sér stað þegar gagnkvæm aðlögun innflytjenda og móttökuríkis verða til, þar sem uppruni og fjölbeytileiki fólks er viðurkenndur. Samþætting felur í sér samkvæmt þeim að allir, jafnt innflytjendur sem og íbúar móttökulands séu meðvitaðir um að þeirra framlag skipti máli til þess að hægt sé að samþætta hagsmuni, réttindi og daglegt líf allra íbúa landsins.

Höfundar telja að ekki sé nægjanleg áhersla lögð á samþættingu á námskeiðum þar sem aðaláherslan virðist vera á íslenskukennslu og þarfir vinumarkaðarins. Þá segja höfundar að þrátt fyrir ólíkar stefnur í málefnum innflytjenda megi greina stefnubreytingu sem fellst í minni áherslu á fjölmenningu og samþættingu, til þess að gerðar eru meiri kröfur á innflytjendur að þeir samlagist. En um leið aukist áherslan á sameiginlega sjálfsmynd þjóðarinnar og að viðhalda sérkennum hennar. Það segja höfundar að setji auknar skyldur á innflytjendur að laga sig að nýjum háttum um leið og það er minni áhersla lögð á að tryggja réttindi þeirra og að koma til móts við þá á annan hátt. Með þessum breyttu áherslum á skyldur innflytjenda hefur orðið sú breyting að þar sem samþætting var áður var talin efla lagalega stöðu þeirra hefur það snúist meira í þá átt að skortur á samþættingu sé núna talinn grundvöllur ákvarðana fyrir að neita fólki um ákveðin réttindi.

Það er ljóst að það skortir heilmikið upp á samræmi og utanumhald með námi fyrir innflytjendur. Það getur helgast að einhverju leiti af því eins og höfundar benda á að það er afar ótryggt að skipuleggja  og sjá um námskeið fyrir innflytjaendur vegna þess fyrirkomulags sem tíðkast á Íslandi þ.e.a.s. utanumhald ekki á einni hendi og námsáherslur ekki samræmdar né fjármagn tryggt til lengri tíma.

Skildu eftir svar