Your site
21. janúar, 2025 12:16

Ég fæ gæsahúð…

Um daginn datt ég niður á þett kynningarmyndband fyrir hebreskukennslu… ég var að leita að hebreskukennara mínum frá gamalli tíð, og sá að hun er farin að kenna á netinu (eins og ég 😉 ).

Það eru alltaf einhverjir sem sækja námskeið við námsleiðina sem kenna útlendingum íslensku, og eitt lykilorðið í umræðunni er að það gangi oft svo illa að kenna fólki ef maður kann ekkert sameginlegt tungumál. Fyrir nokkru var t.d. í gangi tilraunaverkefni þar sem pólskur kennari kenndi pólverjum íslensku, af því að þeim gekk illa að læra af íslendingum. Í sjálfu sér er þetta skiljanlegt viðhorf. En það eru til aðrar leiðir. Það ER hægt að kenna annað tungumál með því að nota aðeins það tungumál. Þannig læra börnin að tala.

Ætli Ísraelar séu ekki þeir sem hafa náð lengst með þessa nalgun, enda ekki skrítið. Þeir þurftu að kenna þúsundum og aftur þúsundum innflytjenda Hebesku og iðulega voru hóparnir blandaðir, þátttakendur frá mörgum löndum og margir kunnu engin önnur tungumál en móðurmálið. Þannig var það og þegar ég sat á skólabekk í Hebeska háskólanum í Jerúsalem. Við vorum frá Íslandi, Þýskalandi, Ítaíu, Argentínu, Palestínu, Úganda og víðar. Þannig að það þýddi lítið að tala ensku. Svo kennslustundin byrjaði einmitt eins og í myndskeiðinu fyrir ofan:

Kennarinn (Tamí) : Shalom, ani Tami! … Mí atta?

Nemandi að nafni Daviíð: Shalom, ani David

Það varð svo greinilegt að kennararnir höfðu lært að hjálpa fólki að læra orðaforða, sjáið hvernig hún kynnir nafn Frakklands „Tsarfat“. Fyrst segir hún orðið segir svo að París sé í Tsarfat, alveg eins og Jerúsalem sé í Ísrael, og svo endurtekur hún það.

Þó ég nái nú ekki að fara mikið dýpra í það hér, þá þykir mér ljóst að það ER hægt að kenna fullorðnum erlend tungumál án þess að nota annað tungumál til að kenna á og e.t.v. gæti verið gagnlegt að kynna sér þessa aðferð þegar maður er að hugsa um íslenskukennslu fyrir útlendinga.

Og svo er það tæknin… Þau eru jú að nota kerfi sem líkist Adobe Connect sem við erum svo oft að leika okkur með…. Hér er enn ein leiðin til að nota svona búnað 😉

En tárin kom jú fram af því að ég hafði einmitt átt margar góðar stundir í kennslu sem byrjaði nákvæmlega svona 🙂

1 response to Ég fæ gæsahúð…

  1. Takk fyrir þetta Hróbjartur. Fær kennari hún Tamí og greinilega yndisleg manneskja!
    Já, ég get staðfest það hér með (sem íslenskukennari útlendinga) að það ER hægt að kenna íslensku án þess að nota annað hjálparmál. Þá grípur maður til annarra ráða 🙂 Margir telja t.a.m að flestir kunni ensku en svo er reyndin ekki. Dæmi um hóp hjá mér er t.d. fólk frá Eritreu, Póllandi, Þýskalandi, Víetnam, Serbíu, Englandi, Tyrklandi, Eþíópíu, Eistlandi og Rússlandi. Í hópnum eru 12 nemendur, fjórir tala einungis sitt mál og smá íslensku en restin íslensku og ensku. Þessi fjórir skilja ekki orð í ensku. Já, það er staðreynd á 21. öldinni að ekki allir kunna ensku 🙂 Ég hef það sjálf sem hugsjón og eiginlega bara reglu að nota íslenskuna (og enskan er í sjálfu sér í algjöru lágmarki 5% á móti 95%) þegar ég kenni innfl. íslensku. Málið er nefnilega þannig að ef þú ert að kenna BYRJENDUM meirihlutamálið og grípur stundum í annað hjálparmál (t.d. ensku) þá vita þeir sem kunna ekki hjálparmálið að það er verið að tala annað mál og þetta veldur miklum ruglingi.
    Frábært hjá Tamí að nýta tölvutæknina til að kenna hebresku. Kannski maður þori að taka þetta skref einhvern tímann í framtíðinni, maður veit aldrei.

Skildu eftir svar