Your site
24. apríl, 2024 05:02

Þroskasaga fullorðinna á stafrænni öld

Þegar við förum að velta fyrir okkur þroskasögu fullorðinna og námi þeirra, komumst við ekki hjá því að velta fyrir okkur áhrifum þess á líf fólks og upplifun þess af sjálfu sér. Ég hef haldið erindi um það að ein leið til að gera lífið betra fyrir fólk sem býr í dreifbýli geti legið í því að auka hæfni þess í að nota stafræna miðla til að eiga merkingarbær samskipti við aðra; fjölskyldu, vini og samstarfsfólk, en ekki síst „nágranna“, sem geta jú búið í 50km fjarlægð – eða við fólk sem hefur sömu áhugamál, er að glíma við svipaðar spurningar eða að reyna að læra svipaða hluti, en býr jafnvel hinum megin á hnettinum…) Færni til að nota stafræna tækni til að minnka fjarlægðir bæði í tíma og rúmi getur vissulega gert lífið betra og dýpra fyrir dreyfbýlismanninn jafnt sem borgarbúann. En eins og Abha Dawesar segir í erindi sínu um að takast á við hið „stafræna “ þá er það eitthvað sem er þess virði að takast á við með opnum augum og opnum huga: Life in the „digital now“ #TED : http://on.ted.com/rWNH


Hlustið endilega á þetta erindi og segið okkur hvaða hugsanir vakna varðandi nám og þroska fullorðinna.

Skildu eftir svar