Your site
22. janúar, 2025 00:30

Miðlunaraðferðin: Svo þeir sem málið snertir láti sig það varða

midlunÞegar við vinnum með fólki í hópum í tengslum við nám, breytingar, lausn vanda og stefnumótun brennur það gjarnan við að árangurinn lætur á sér standa. Fólkið sem tók þátt í fundinum eða námskeiðinu finnur sig ekki endilega knúið til að fara eftir ákvörðunum fundarins, eða nýta sér það sem það lærði á námskeiðinu. Margir kennslufræðingar halda því fram að ein ástæða fyrir þessu er að eignarhald þátttakenda á viðburðinum hafi þá verið frekar lítið. Þetta er þekkt og hafa margir glímt við slíka hluti lengi. Miðlunaraðferðin (Die Moderationsmethode) varð til upp úr vonbrigðum með að breytingavinna leiddi ekki til breytinga. Aðferðin er samansafn viðhorfa og aðferða sem eru fengin úr kennslufræði, sálfræði, „hópdýnamík“, félagsfræði og víðar og miðar að því að virkja alla viðstadda þannig að þeir axli sameiginlega ábygð á ferlinu  – hvort sem það er nám eða breytingavinna í fyrirtæki – og láti niðurstöðuna sig varða. Sá sem stýrir ferlinu og notar aðferðirnar er þá í hlutverki nokkurs konar (mála)miðlara. Hann miðlar málum milli hópmeðlima og hjálpar hópnum að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem allir eru sáttir við.

Miðluð umræða á skipulagningarfundi

Miðlunaraðferðin hefur þessvegna það markmið að virkja þátttakendur til sjálsfábyrgðar í vinnunni með hópnum, hvort sem það er á námskeiði eða vinnufundi.

Miðlunaraðferðina má nota til að stýra löngum vinnuferlum en jafnframt má nota einstakar aðferðir hennar þegar markmiðið er að virkja þátttakendur, skapa skýrleika um viðhorf og /eða skipulag, skapa umræður og fá hugmyndir og viðhorf allra á staðnum inn í umræðuna.

Miðlunaraðferðin er aðferð fyrir hópa sem koma saman til að læra, skipuleggja, leysa vandamál, taka ákvarðanir eða breyta. Aðaleinkenni aðferðarinnar er að umræðurnar eru sýnilegar, málefnið er alltaf í miðpunkti en ekki það hver leggur málefnnið til og allir eru virkir.

midlun3Viðfangsefni, umræður og ákvarðanir hópsins eru settar á töflur af fundarstjóra (miðlara) sem hefur það hlutverk að hjálpa hópnum að vinna saman og komast sameiginlega að niðurstöðu. Þannig aukast líkur á að bæði hópurinn og einstaklingarnir í honum axli ábyrgð á niðurstöðum fundarins og komi ákvörðunum sínum í framkvæmd.
Sömu aðferðir má nota með góðum árangri við kennslu, jafnt þegar á að setja innihald fram á áhugaverðan og grípandi hátt og þegar kennarinn vill virkja þátttakendur t.d. við þankahríð eða hugtakavinnu.

Nokkrar aðferðir sem tengjast miðlunaraðferðinni:

1 response to Miðlunaraðferðin: Svo þeir sem málið snertir láti sig það varða

  1. Verulega áhugavert og ég hlakka til að vita meira á morgun en í dag. 🙂

Skildu eftir svar