Your site
22. janúar, 2025 00:39

Skipulagning kennslu

Þegar kemur að því að skipuleggja kennsluna á námskeiði eru til ýmsar hugmyndir sem geta hjálpað og ýmis verkfæri.

Tvent ætla ég að nefna hér:

  1. Hugmyndin um samlokuna
  2. Skipulagningareyðublað

Þetta tvent eru atriði sem mér hefur fundist muna mikið um.

Samlokan

Þegar maður skipuleggur kennslu fyrir hóp er gagnlegt setja sig í spor nemandans og að mynda sér hugmyndir um það hvernig nemandinn upplifi kennsluna geti sem best „tekið við “ nýjum hugmyndum eða staðreyndum og unnið úr þeim.

Cherry Tomato on SandwichMér finnst oft gott að sjá kennsluna fyrir í litlum einingum: Þeir sem hafa rannsakað nám út frá sjónarhorni hugarstarfsemi og hugsunar velta oft fyrir sér hvernig sé gagnlegt að setja efni fram þannig að nemendur læri það, hversu lengi þeir geti einbeitt sér að einni hugmynd eða einum miðli. Byggt á þessu getur verið gagnlegt að búa sér til einingar til að kenna tiltekin afmörkuð atriði, við getum kallað þær „Samlokur“. Til þess að viðhalda áhuga og mæta þörfum ólíkra nemenda. Samloka er girnileg m.a. vegna þess að hún inniheldur margar ólíkar fæðutegundir í einum bita. Samlokan í kennslustund  getur samanstaðið af upphafi, miðju og enda:

  • Þú getur byrjað á því að gera eitthvað til að vekja áhuga á viðfangsefninu: Segja dæmisögu, Syna dæmi um tilbúna afurð eins og þá sem nemendur ætla að læra að búa til, fá nemendur til að tala saman um viðhorf sín til viðfangsefnisins, o.s.frv.
  • Þá getur þú haldið stuttan fyrirlestur, sýnt myndband, fengið nemendur til að lesa eða notað aðra leið miðla námsefninu.
  • Svo getur þú fundið leið til að fá nemendur til að ræða um námsefnið, prófa að gera það sem þeir eru að læra, eða vinna önnur verkefni
  • Í lokin er tilvalið að skoða niðurstöðuna kanna skilning, viðhorf, færni eða skapa samtal um hvernig námsefnið nýtist í lífi eða starfi þátttakenda.

Slík samloka getur þannig verið sett saman úr ólíkum aðferðum sem þjóna þeim tilgangi að hjálpa þátttakendum til að læra ákveðið námsefni.

  1. Samlokan
  2. Fjögur skref framsetningar

 Skipulagningareyðublað

Þegar kemur að því að skrá skipulagið er kjörið að nota tilbúið sniðmát sem maður er búinn að leggja vinnu í og getur hjálpað manni að muna hluti sem annars gleymast í hita leiksins.

 

Hér er dæmi um eyðublað sem margir nota til að skipuleggja kennslu sína:

Sæktu eyðublöðin. Þau eru öll á MS Word formi)

2 responses to Skipulagning kennslu

  1. Hvorki gleipa fílinn né kenna allan heiminn!

    Ég er sammála að það er gott að skipta kennslunni í minni einingar og það kemur ekki á óvart að rannsóknir hafi sýnt fram á gagnsemi þess fyrir nemendur.
    Þegar ég var á ritunarnámskeiði (Skapandi skrif) fyrir fimm árum síðan sagði Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur oftar en einu sinni við okkur sem þarna vorum: „Ekki gleipa fílinn“. Þá var hann að benda okkur á ætla okkur ekki um of. Þegar ég byrjaði að kenna innflytendum íslensku fyrir „klikkaði“ ég einmitt á nákvæmlega þessu atriði því ég ætlaði svoleiðis að kenna allan heiminn! Þegar ég svo kláraði það námskeið og áttaði mig á því að það hafði ekki skilað tilskyldum árangri varð mér hugsað til Þorvaldar – „Ekki gleipa fílinn“. Ég hef ekki gleipt hann síðan (vona ég allavega).
    Mér reynist vel að skipta hverri 45 mínútna kennslustund í þrjár korters einingar en auðvitað er þetta ekki alltaf alveg svo klippt og skorið en þetta er gott viðmið. Í öðrum tilvikum get ég tekið upp á því að skipta 45 mín kennslustund í 4 einingar og enda á því að taka efnið saman eða þau geri það í örfáum nokkrum orðum. Þannig að þriggja laga samlokan (upphaf- miðja- endir) skilar sínu.

  2. Flott innlegg Ingibjörg 😉

    Ein spurning sem er ekki komið inn á hér… en þarf að skoða… er Í hvaða röð kynnir maður efni?
    Byrjar maður á „byrjuninni“
    Frá hinu einfalda til hins flóknara
    Frá reynslu þátttakenda til nýrra hluta og „kenningarlegra“
    Frá áþreifanlegu (Konkret) til abstrakt???

Skildu eftir svar