Your site
11. september, 2024 13:46

Ráðstefna um hæfni „Fullorðinsfræðara“

Hvað þarf það fólk að kunna sem skipuleggur fræðslu fyrir fullorðna? Hvað þurfa kennarar í símenntunarmiðstöðvum að kunna og geta? Hvað er hægt að segja um nauðsynlega hæfni sérfræðinga sem leiðbeina og kenna samstarfsfólki sínu í fyrirtækjum og stofnunum?

Þessar spurningar og fleirri verða teknar fyrir á norrænni ráðstefnu sem haldin verður í Nordica Hotel 12. janúar.

Hvað þurfa þeir að kunna sem hjálpa fullorðnum að læra?

Hverjir?

Tveir af áhrifamestu prófessorum norðurlandanna á sviði fullorðinsfræðslu munu halda inngangserindi, sérfræðingur við DPU mun kynna norræna kortlagningu á kröfum sem gerðar eru í norrænum samfélögum til þeirra sem koma á einhvern hátt að skipulagningu og framkvæmd fræðslu, þó áherslan sé á þá sem leiðbeina og kenna.

Þá verða nokkrar kynningar þar sem viðfangsefni ráðstefnunnar verður skoðað frá íslensku sjónarhorni.

Fyrir hverja?

Þetta er ráðstefna sem allir sem starfa á þessum vetvangi og/eða stefna á starf á vettvanginum ættu að sækja. Fólk í stjórnunarstarfi í tengslum við fræðslumál innan fyrirtækja, í skólum sem sinna fullorðnum og í símenntunarmiðstöðvum ætti ekki að láta þetta tækifæri framhjá sér fara.

Ráðstefnan er skipulögð í samvinnu NVL (Nordisk Nätverk för Vuxnas Lärande), Námsbrautarinnar Nám Fullorðinna, við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins.

Skildu eftir svar