Um fullorðna námsmenn

okt 7 2011 in by Hróbjartur Árnason

Þegar við hugsum um fræðslustarf með fullorðnum sýnist mér það sem hafi mest áhrif á árangur og gæði er að skipuleggjendur og kennarar hafi skýrar gagnlegar hugmyndir (kenningar) um það fólk sem þau eru að vinna með. Öll höfum við einhverjar kenningar um hvernig fólk lærir. Verkefni ykkar í þessum hluta er að kynna ykkur rannsóknir, um fullorðna námsmenn og velta fyrir ykkur hvort það sé öðru vísi að skipuleggja nám fyrir fullorðna en fyrir börn… og þá að hvaða leiti. Skýrar hugmyndir – og kenningar – um það gefa ykkur tól til að túlka það sem þið sjáið og til að segja fyrir um afleiðingar athafna ykkar sem skipuleggjendur eða kennarar.

Meira um fullorðna námsmenn: