Your site
22. desember, 2024 12:14

Brjáluð hugmynd eða hvað???

Á í gamlahluta Amsterdam lítur út fyrir að tíminn standi í stað, meðan aðstæður á hnattvæddum markaði kalla á róttækar breytingar á menntakerfinu.

Námsleið um nýsköpun við hollenska háskólann: Amsterdam University of Applied Sciences bað mig að koma að leiða s.k. Masterclass um þema sem þau kölluðu: „Lifelong University“ á ráðstefnu sem þau kölluðu: „Whose crazy idea is it anyway“ 27. september. Markmið raðstefnunnar var að hefja umræðu og vinnu að endurskipulagi kennslu við skóann, þannig að háskólakennsla styðju enn frekar við nýsköpun og frumkvöðlastarf en reyndin er núna. Ýmsir kvarta undan því að háskólar – og jafnvel menntakerfi vesturlanda í heild sinni mennti fólk frekar til starfa við skriffinnsku en nýsköpun. Þetta skapi vandamál því það sem samfélög vesturlanda þurfi á að halda nuna sé fyrst og fremst ný og frumleg atvinnutækifæri. Í þessu ljósi var ákveðið að hafa eitt verkstæði (Masterclass) um það hvernig hákólar geti stutt við ævinám fólks. Stéphan Vincent-Lancrin leiddi verkstæðið með mér. Hann kynnti stuttlega tölur og þróun háskólakennslu og tengsl hennar við ævinám meðan ég tók Ísland sem dæmi, hvað hefði gerst hér og hvert við værum að þróast og einkum hvaða tilraunir ég væri að gera til að opna námskeið fyrir fólki sem væri ekki skráð í meistaranám.

Þátttakendur á ráðstefnunni "Whose Crazy Idea is it Anyway?" ræða um viðbrögð háskólans við fjölgun eldri námsmanna og hvernig hann vill skapa nýtt í leiðinni.

Á næstu dögum detta væntanlega inn upptökur frá ráðstefnunni, þar eru nokkrir fyrirlestrar sem gæti verið áhugavert að hlusta á.

Skildu eftir svar