Your site
16. september, 2024 02:34

Hvernig get ég komið námsefni á vefinn fyrir nemendur mína?

Wikis > Hvernig get ég komið námsefni á vefinn fyrir nemendur mína?

Hróbjartur Árnason, Háskóla Íslands. Verkstæði á ráðstefnunni: Ráðstefna um notkun upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu 2013.

Á verkstæðinu kynnast þátttakendur ólíkum leiðum til að miðla námsefni og stuðla að samvinnu nemenda sinna í kring um námsefnið. Þátttakendur læra að koma náms- og kennsluefni, svo sem: textum, myndum, glærukynningum og myndböndum, fyrir á stöðum þar sem nemendur þeirra geta nálgast það. Og þeir kynnast aðferðum til að koma þessu efni snyrtilega fyrir á vefjum skóla eða bloggkerfa.

Kennarar vilja gjarnan koma efni á framfæri við nemendur sína um vefinn, t.d. til notkunar fyrir kennslustundir, í kennslustundum eða á eftir. Hvort sem það er til að kynna nýjar hugmyndir fyrir þeim áður en þau mæta í kennslustundir, til að dýpka eitthvað  sem var farið yfir í skólanum, gefa þeim aðgang að ítarefni, eða þegar þeir vilja miðla efni til fjarnemenda.

Vandi sem þeir glíma oft fyrir er að:

  1. finna og velja staði þar sem þeir geta vistað þetta efni á hátt sem gerir það aðgengilegt fyrir öll þau ólíku tæki sem nemendur nota til að sækja efnið: Borðtölvur, fartölvur, sjónvörp, spjaldtölvur eða símar…
  2. Sömuleiðis þarf stundum að velta fyrir sér á hvaða skrárformi er gagnlegast að vista og miðla efninu.
  3. En þegar efnið er komið á vefinn getur þurft að bæta því inn í texta eins og þennan. Hvernig getur maður látið myndir, myndbönd eða glærukynningar birtast inni í skýringatexta sem kennari skrifar fyrir nemendur sína?

 Tilraunasvæði verkstæðisins er hér

Þessum þremur spurningum munum við svara stuttlega á verkstæðinu og gefst þátttakendum tækifæri til að prófa sig áfram með að leysa fyrir sig hluta þeirra.

Sjá lista yfir öll verkstæðin á ráðstefnunni

Comments are closed.