• Með þessum skrifum mínum er ég að velta fyrir mér ýmsum hliðum hugmynda og úrvinnslu þeirra. Flestallt sem við neytum og njótum byrjar sem hugmynd, hver vara byrjaði einhvern tímann sem hugmynd sem síðan varð að […]

  • Flestöll þekkjum við það að upplifa nostalgíu. Nostalgía tengist yfirleitt gömlum minningum, tilfinningu og upplifunum. Samkvæmt Vísindavefnum er skilgreiningin á nostalgíu eftirfarandi […]

    • Ég er einmitt nýlega búin að finna fyrir svona auglýsinga-nostalgíu. „Við viljum Vilkó!“. Ég er að spá hvort ég ætti ekki að kaupa mér eina Vilkó-súpu fljótlega og prófa að elda hana. Ég er reyndar ekki viss hvort þær fáist enn og ég er smá hrædd við að eyðileggja minninguna ef súpan er ekki eins góð og í minningunni 🙂

    • Nostalgía er rosalega sterk 🙂
      Bara gleðin sem vaknar þegar maður heyrir lag sem manni fannst æðislegt sem ungling 🙂
      Eitt er samt skemmtilegt sem ég upplifði varðandi nostalgíu, það var ein af uppáhaldsmyndunum mínum (The Pest). Mér fannst hún æði þegar ég horfði á hana sem unglingur en svo ákvað ég að horfa á hana aftur og úpps! Hún var hræðileg hehe, ég komst ekki í gegnum fyrsta hlutan af henni.

  • Seth Godin ræðir slæma markaðssetningu á blogginu sínu https://seths.blog/2013/07/more-people-are-doing-marketing-badly/.

    Þessi færsla Godin vakti athygli mína þar sem umræður um góða markaðssetnin […]

    • Takk fyrir að benda á þessa bloggfærslu.

      Það er skemmtilegt hvernig Seth snýr hlutunum á haus og fær eitthvað jákvætt og spennandi út úr þessu.

      Fólk er að sinna markaðssetningu illa. Maður hefði haldið að hann myndi kvarta yfir fúskinu, en nei, hann finnur góða hlið á málinu og dásamar tækifærin sem bjóðast þeim sem kunna að markaðssetja hlutina.

      Þetta er geggjaður hugsunarháttur! Finna tækifærið í hlutunum þegar þeir eru ekki að virka.

    • Skemmtilegar pælingar @aslaug74! Ég tók sérstaklega eftir þessu:
      En hvert er ráðið við þessu? Svarið er ATHYGLI! Að taka eftir því hvað er raunverulega að virka á markaðnum og reyna að finna út úr því AFHVERJU það er að virka, yfirfæra það síðan á markaðinn og endurtaka.
      Þetta er trúlega það fyrsta sem ég lærði um markaðssetningu, og trúlega eitt það vanræktasta… Ég lærði það við kvöldmatarborðið að með því að skrá hjá sér viðbrögð við markaðssetningunni og læra af henni gæti maður náð árangri. Þegar ég hef reynt að fá kollega til að beita slíkum einföldum aðferðum hafa menn gjarnan ekki nennt því! Simmerly skrifaði t.d. um þetta í handbók sinni um Markaðssetningu símenntunar (1989): í kaflanum 10 skref til árangurs: #9 Skráðu viðbrögð við markaðssetningunni… 😉

  • Áslaug Baldursdóttir became a registered member 2 years, 6 months ago