Your site
27. september, 2021 22:59

Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra

StadlotaFNA2015c

Símenntun, endurmenntun, mannauðsþróun eru hugtök og viðfangsefni sem æ fleiri þurfa að takast á við vegna vinnu sinnar. Stjórnendur þurfa til dæmis að útbúa símenntunaráætlanir, sérfræðingar þurfa að kenna samstarfsfólki sínu, kennarar koma að foreldrastarfi eða starfsþróun samkennara sinna og svo mætti lengi telja….  Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna við ólíkar aðstæður, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra, þroskast eða þarf á einhvern hátt að takast á við breytingar….

Sjá líka námskeiðslýsingu á Kennsluskrá HÍ

Markmið

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur afli sér haldgóðrar þekkingar á því sem við vitum um nám fullorðinna, og geti nýtt þá þekkingu til að taka rökstuddar ákvarðanir í tengslum við skipulagningu náms fyrir fullorðna og / eða við það hjálpa fullorðnum á annan hátt til að læra og þroskast.

StadlotaFNA2015b

Inntak / viðfangsefni

Til að ná þessum yfirmarkmiðum takast nemendur við þrjú aðal viðfangsefni á námskeiðinu:

 1. Greiningu á hlutverki náms og menntunar fullorðinna í ljósi þróunar samfélagsins, hvernig stofnanir samfélagsins hafa brugðist við – einkum hvað varðar aðgerðir sem ætlað er að styðja við nám fullorðinna. Þátttakendur læra að nota ýmis verkfæri til þess að greina samtímann og meta mögulegar þarfir fullorðinna fyrir nám.
 2. Þátttakendur kynna sér hugmyndir fræðanna um sérkenni og sérstöðu fullorðinna sem eru að læra eitthvað. .
 3. Þátttakendur kynna sér nokkur meginstef um kennslufræði fullorðinna. Þar má nefna: Hugmyndir um fullorðna námsmenn, þátttöku þeirra í fræðslu, hindranir fyrir þátttöku og áhugahvöt til náms. Ólík viðfangsefni og ólíkar nálganir til fræðslu fullorðinna og í því samhengi kemur t.d. hlutverk leiðbeinenda við sögu, mótun námsumhverfis, samskipti kennara og nemenda og fleira.

StadlotaFNA2015

Vinnulag

Námskeiðið er skipulagt með blönduðu formi. Það býður fólki uppá að taka virkan þátt í námskeiðinu jafnvel þótt það búi fjarri höfuðborginni. Þannig að boðið er upp á tvær staðlotur, í sérstökum “staðlotuvikum” við Menntavísindasvið. Þær eru í upphafi september og seinni hluta október, samtals heill dagur í hvert sinn. Þá er boðið upp á hálf-reglulega fundi sem eru annað hvort eða bæði á staðnum í húsnæði skólans við Stakkahlíð og / eða sem fjarfundir yfir vefinn.

Vinnan fer að miklu fram á vefnum einkum sérstökum námskeiðsvef námskeiðsins, þar verður mest allt námsefnið  og samvinna nemenda og kennara fer að miklu leiti fram yfir þennan vefinn og með aðstoð annarra veflægra þjónusta. Bæði á vefnum á staðlotum  og fundum fara fram umræður, fyrirlestrar, kynningar, einstaklingsverkefni og hópverkefni.

Fyrir hverja er þetta námskeið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma – eða vilja koma – á einhvern hátt að ákvörðunum um nám fullorðinna, skipulagningu þess og útfærslu. Það hentar þannig fólki sem starfar við mannauðs- og fræðslumál innan fyrirtækja, stjórnendur, skólastjórnendur, millistjórnendur og verkefnastjóra í stofnunum sem bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna sem og sérfræðingum sem hafa áhuga á að kenna fullorðnum. Námskeiðið býður þessu fólki tækifæri að afla sér góðrar grunnþekkingar á helstu spurningum og viðfangsefnum sem snerta nám fullorðinna, forsendur, aðstæður og skipulagningu þess. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir alls konar verkefni er varða nám fullorðinna almennt.

Dagsetningar

Haustið 2016 hefst kennsla í fyrstu viku September

 • Samvinna á vefnum hefst 1. september
 • Við hittumst á veffundi 6. september kl. 15-16:00
  (Allir sitja við sína tölvu og taka þátt)
 • Staðlota er 12 september kl. 8:20-14:50

Almennt um dagsetningar við Menntavísindasvið:

Staðlotuvika MVS I 12. – 16. september
Staðlotvika MVS II 24. – 28. október

Sjá stundaskrá Menntavísindasviðs á vef HÍ undir “Framhaldsnám allar deildir”

Dagsetningar, tímar og stofur eru alltaf réttar í UGLU

Hér fyrir neðan er dagatal námskeiðsins. Þar eru dagsetningar staðlotu, reglulegra funda og skiladaga verkefna.

Dagatalið er í vinnslu. Með því að smella á “Look for more” má sækja fleiri færslur.

Lesefni

 1. 1.       Aðal bók námskeiðsins: (fæst oftast í bóksölu nema á MVS)
 • Merriam, S. B., Caffarella, R. S., & Baumgartner, L. (2007). Learning in adulthood : a comprehensive guide (3 útg.). San Francisco: Jossey-Bass.
 1. 2.       A.m.k. tvær eftirtalinna bóka eða svipaðra: (Nemendur panta þessar bækur sjálfir)
 1. 3.       Rannsóknargreinar úr fræðilegum tímaritum: (Aðgengilegar m.a.  í gegnum hvar.is)

Sjá líka sérstaka síðu um lesefni

Sjá líka námskeiðslýsingu á Kennsluskrá HÍ

Kennari

Hróbjartur Árnason, Lektor við Menntavísindasvið

Skráning