Your site
16. september, 2024 03:34

Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra

StadlotaFNA2015c

Símenntun, endurmenntun, mannauðsþróun eru hugtök og viðfangsefni sem æ fleiri þurfa að takast á við vegna vinnu sinnar. Stjórnendur þurfa til dæmis að útbúa símenntunaráætlanir, sérfræðingar þurfa að kenna samstarfsfólki sínu, kennarar koma að foreldrastarfi eða starfsþróun samkennara sinna og svo mætti lengi telja….  Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna við ólíkar aðstæður, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra, þroskast eða þarf á einhvern hátt að takast á við breytingar….

Markmið

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur afli sér haldgóða þekkingu á rannsóknum og kenningum um nám fullorðinna, og geti nýtt þá þekkingu til að taka rökstuddar ákvarðanir í tengslum við skipulagningu náms fyrir fullorðna og / eða við það hjálpa fullorðnum á annan hátt til að læra, takast á við breytingaferli og þroskast.

StadlotaFNA2015b

Inntak / viðfangsefni

Til að ná þessum yfirmarkmiðum takast nemendur við þrjú aðal viðfangsefni á námskeiðinu:

  1. Greiningu á hlutverki náms og menntunar fullorðinna í ljósi þróunar samfélagsins, rannsókn á því hvernig stofnanir samfélagsins hafa brugðist við – einkum hvað varðar aðgerðir sem ætlað er að styðja við nám fullorðinna. Þátttakendur læra að nota ýmis verkfæri til þess að greina samtímann og meta mögulegar þarfir fullorðinna fyrir nám.
  2. Rannsókn á sérkennum og sérstöðu fullorðinna námsmanna. Könnun á kenningum um hið sama og greining á gagni þeirra til að skýra og skipuleggja nám fyrir fullorðna og með þeim.
  3. Þátttakendur kynna sér nokkur meginstef úr kennslufræði fullorðinna. Hugmyndir um fullorðna námsmenn, þátttöku þeirra í fræðslu, áhugahvöt og hindranir, hlutverk leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu, mótun námsumhverfis, samskipti kennara og nemenda og fleira.

StadlotaFNA2015

Vinnulag

Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað „Valvíst nám„. En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.

Á námskeiðinu eru tvær „vinnulotur“ þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.

Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.

Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins, t.d. í gegnum skriflegar umræður á umræðuþráðum námskeiðsins.

Fyrir hverja er þetta námskeið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma – eða vilja koma – á einhvern hátt að ákvörðunum um nám fullorðinna, skipulagningu þess og útfærslu. Það hentar þannig fólki sem starfar við mannauðs- og fræðslumál innan fyrirtækja, stjórnendur, skólastjórnendur, millistjórnendur og verkefnastjóra í stofnunum sem bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna sem og sérfræðingum sem hafa áhuga á að kenna fullorðnum. Námskeiðið býður þessu fólki tækifæri að afla sér góðrar grunnþekkingar á helstu spurningum og viðfangsefnum sem snerta nám fullorðinna, forsendur, aðstæður og skipulagningu þess. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir alls konar verkefni er varða nám fullorðinna almennt.

Dagsetningar haustið 2022

Námskeiðið hefst með heils dags vinnulotu 30. ágúst:

  1. Vinnulota, 30. ágúst kl. 9-16 (Í húsnæði MVS og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins)
  2. Vinnulota,18. október kl. 9-16 (Í húsnæði MVS og fyrirtæki/stofnanir)

Þátttakendur hittast reglulega á fundum þar sem þeir vinna saman með innihald námsefnisins í gegnum samvinnuverkefni og umræður. Fundirnir fara fram þriðjudaga kl. 14:00-16:00  í húsnæði MVS við Stakkahlíð og í gegnum fjarfundakerfið Zoom.

Dagsetningar, tímar og stofur eru alltaf réttar í UGLU

Lesefni

Allir lesa þessa bók:

  • Merriam & Cafarella, 2020: Learning in Adulthood (fæst væntanlega í bóksölu Stúdenta, og sem rafbók hjá útgefanda og Amazon og sem hljóðbók hjá Audible.com

Efnisskipting hennar gefur námskeiðinu sitt form, enda gefur hún mjög gott yfirlit yfir fræðasviðið og er þannig góð undirstaða undir alla umfjöllun um nám fullorðinna og aðra vinnu með fullorðnu fólki.

Allir lesa þar að auki a.m.k. eina af eftirtöldum bókum sem allar gefa almennt yfirlit yfir nám og kennslu fullorðinna.

Knowles er trúlega sá fræðimaður sem vitnað er oftast til varðandi nám fullorðinna. Þessi bók gefur yfirlit yfir þróun kenninga um nám fullorðinna á 20. öldinni og lýsir vel „Andragogy“-módelinu, sem er þekktasta framlag Knowles til fræðanna um nám og lærdóm fullorðinna.

Það er nauðsynlegt fyrir alla að hafa lesið a.m.k. kaflann um Andragogy í þessari bók (líka hér ) hvort sem þeir lesa alla bókina eða ekki

Brookfield er annar áberandi fræðimaður frá Bandaríkjunum. Þessi bók inniheldur mjög góðan inngangskafla sem gerir vel grein fyrir viðfangsefni fullorðinsfræðslunnar og fjallar síðan um hagnýtar aðferðir til að styðja við nám fullorðinna. (Allir eru hvattir til að lesa amk. annan kafla bókarinnar)

  1. Patricia Cross: Adults as Learners

Bók Cross er nokkuð gömul, frá 1981, en hún inniheldur það gott yfirlit yfir rannsóknir á þátttöku fullorðinna í skipulagðri fræðslu, að enn er mikið vitnað til hennar. Þessi bók nýtist vel þeim sem vilja        skoða nánar rannsóknir um þátttöku í fullorðinsfræðslu einkum svo kallaða hindranakenningu. Hindranakenningin er stuttlega tekin fyrir í grein Hróbjarts, Höllu og Svövu Guðrúnar  Hvers vegna koma þau ekki?.

Wlodkowski er sálfræðingur sem hefur skrifað nokkuð um námshvatir. Þessi bók skiptist í tvennt, fyrri hlutinn geymir framsetningu hans á því hvað hvetur fullorðna til náms og viðheldur námshvöt þeirra á námskeiðum. Seinni hlutinn inniheldur fjölda hagnýtra ráða/leiða til að kveikja, stuðla að og viðhalda áhuga fullorðinna til að læra.

Illeris er einn fremsti fræðimaður Dana á sviði fullorðinsfræðslu. Þessi bók, sem gefur almennt yfirlit yfir nám fullorðinna og fræðslustarf fyrir fullorðna með skandinavísku sjónarhorni, hefur vakið athygli víða utan norðurlandanna á undanförnum árum og er vel þess virði að lesa. Í bókinni setur hann fram sína eigin kenningu eða módel, um nám fullorðinna. Þetta módel þykir ákaflega gagnlegt til að sjá námskeið, þátttakendur og fræðslustarfsemi í stærra samhengi.

Hér ritstýrir Illeris áhugaverðri bók þar sem helstu kennismiðir samtímans útskýra helsta framlag sitt til fræðanna um nám fullorðinna. Hér er á ferðinni skemmtilegt yfirlitsrit sem hefur þann kost að höfundar sjálfir útskýra sínar kenningar.

Wahlgren kennir við Danmarks Pedagogiske Universitets skole og hefur skrifað um nám fullorðinna undanfarin 30 ár. Hann er skemmtilegur fræðimaður og hefur skíra sýn á nám fullorðinna. Þessi bók gefur gott yfirlit yfir helstu þemun í tengslum við nám fullorðinna, hún er skrifuð fyrir fólk sem vinnur við fullorðinsfræðslu, þannig að málfarið er skiljanlegt og samtalið við rannsóknir nokkuð „alðþýðlegt“. Ljómandi skemmtileg lesning sem fer um svipaðar grundir og grunnbók námskeiðsins. (Bókin er til á bókasafni MVS)

Kristín Aðalsteinsdóttir var prófessor við kennaradeild Háskólans við Akureyri. Í þessari bók vinnur hún úr viðtölum sem hún tók við 20 meistaranema og tengir niðurstöður sínar á skemmtilegan hátt við rannsóknir síðari tíma. Kristín nýtir sér mikið bók Merriam, Caffarella og Baumgartner, þannig að nemendur á þessu námskeiði munu kannast við margt það efni sem hún tengir við niðurstöður sínar.

ATH ef þið lesið þessa bók, lesið fyrst  bókadóm Hróbjarts Árnasonar um bókina.

Annað lesefni námskeiðsins.

Kennarar

Hróbjartur Árnason, Lektor við Menntavísindasvið

Hildur Betty Kristjánsdóttir, aðjunkt og framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins

Jón Torfi Jonasson, prófessor emeritus

Skráning