Your site
25. desember, 2024 04:16

Sýnikennsla (demonstration method)

Eins og nafnið gefur til kynna felst einna helst í aðferðinni að kennari sýni tiltekin vinnubrögð eða aðferðir. Algengt er að sýnikennsla sé notuð í námsgreinum eins og stærðfræði, skrift, heimilisfræði, íþróttum, mynd og handmennt sem og öðrum list og verkgreinum.
Um sýnikennslu gildir margt það sama og um flutning fyrirlestra. Við það mætti bæta að kennurum virðist hætta til að ofmeta mikið hversu vel nemendur sjá það sem sýnt er. Ef tilgangurinn er til að mynda að sýna tilraun er þá best að vera búinn að stilla áhöldum upp á undan og fara svo um stofuna og skoða með eigin augum hversu vel í raun sést á tækin. Oft getur reynst betra að skipta stórum hópi og endurtaka sýnikennsluna í stað þess að reyna að sýna eitthvað sem einungis nokkrir nemendur geta séð og fylgst með.
Gott ráð er að nota myndbandsupptökuvél, sem tengd er við stóran skjá, slík tækni getur komið að mjög góðum notum þegar sýna þarf stórum hópi atriði sem byggjast á smáum hlutum eða áhöldum.
Í aðferðinni er lögð mikil áhersla á að kennarar vandi mjög útskýringar sýnar þegar þeir nota sýnikennslu. Skýringar þurfa að vera ljósar og samhengi þeirra markvisst og eðlilegt. Nemendur verða að skilja þá hugsun, þær reglur eða þau lögmál sem búa að baki því sem þeir eru að fylgjast með.
Þeir sem rannsakað hafa þessa aðferð benda á að útskýringar verði að vera góðar og vandaðar og það er það sem skorti einna helst þegar þessi aðferð er notuð Einnig skortir oft upplýsingar frá kennurum. Kennarar geri einfaldlega ráð fyrir meiri þekkingu hjá nemendum er raunin sé. Lagt er til að kennarar gangi út frá því að nemendur viti lítið sem ekkert um efnið og leiða þá stig af stigi í gegnum verkefnið, útskýra sérhvert hugtak um leið og það kemur fyrir og nefna öll þau efni og áhöld sem koma við sögu. Eins er mikilvægt að ganga úr skugga um að nemendur skilji hvert atriði áður en ráðist er í að sýna og skýra það næsta.
Áhersla er lögð á að þegar sýnikennsla fer fram að kennarinn hugsi upphátt eða tali við sjálfan sig.

Góð ráð við sýnikennslu
1. Lagt er til að byrja ekki kennslu fyrr en þú hefur náð athygli allra. Halda skal uppi þeim hlut sem á að sýna eða nota bendingar á það sem verið er að fara að sýna svo ekkert fari á milli mála.

2. Gott er að hafa stuttan inngang að sýnikennslunni. Útskýra það sem á að gerast svo nemendur fái um það almenna hugmynd.

3. Gott er að skrá ný hugtök eða nöfn á hlutum á töflu um leið og þau koma fyrir. Eins er tilvalið að hafa heitin á leifturspjöldum eða merkimiðum til að bregða upp þegar við á. Gakktu úr skugga um að nemendur skilji orðin og biddu þá um ða útskýra þau með eigin orðum. Eins verður að tryggja það að nemendur skilji þau orð sem varpað er fram.

4. Gott er að fara yfir atriðin stig af stigi. Byrja hvern áfanga með því að útskýra skilmerkilega hvað sé í vændum og lýsa verkinu um leið og það er framkvæmt. Líkt og kom fram að ofan er gott að hugsa upp hátt.

5. Gott er að fara hægt yfir ferlið og mjög skipulega. Gott er að hafa hreyfingar hægtar til að auðvelda nemendum að fylgjast með.

6. Gott er að láta nemanda endurtaka verkið svo þú getir leiðbeint með hvað má gera betur og útskýrt einstök atriði nánar.

Skildu eftir svar